Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku.

Í hádegisfréttum heyrum við í fjármálaráðherra um nýja frumvarpið en á fjórða hundrað athugasemda bárust í samráðsgátt um málið. 

Þá tökum við stöðuna á heita vatninu á Suðurnesjum en eitthvað hefur borið á leka í kerfinu. 

Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Við heyrum í einum sjálfboðaliðanna sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir seinagang og samskiptaleysi.

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um Subway deildina í körfubolta og fréttir frá Danmörku er varða veðmálasvindl í leik hjá Íslendingaliði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×