Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Grindavík 87-97 | Lið Hamars fallið úr Subway-deildinni Andri Már Eggertsson skrifar 15. febrúar 2024 21:50 Grindavík - Njarðvík subway deild karla vetur 2024 vísir/Diego Hamar tapaði gegn Grindavík 87-97. Það var því endanlega ljóst eftir þessa umferð að Hamar úr Hveragerði verður í næst efstu deild á næsta tímabili. Grindavík var ekki lengi að ná yfirhöndinni. Gestirnir nýttu sér götótta vörn Hamars þar sem þeir leyfðu Grindvíkingum annað hvort að komast auðveldlega að hringnum eða fá opin þriggja stiga skot. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, tók leikhlé sjö stigum undir 10-17. Leikhlé Halldórs breytti litlu. Grindavík var ellefu stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 13-24. Hamar tók sjö þrista í fyrsta leikhluta og hitti aðeins úr einum. Dragos Andrei Diculescu gerði fyrstu fjögur stigin í öðrum leikhluta og gaf Hamri smá líf. Grindvíkingar voru þó ekki lengi að svara fyrir það og settu niður þrjá þrista á skömmum tíma og juku forystu sína í fimmtán stig. Gestirnir voru níu stigum yfir í hálfleik 37-46. Það var áhugavert að fylgjast með baráttunni hjá heimamönnum þar sem þeir voru með níu sóknarfráköst og fengu úr þeim ellefu stig. Heimamenn gerðu tuttugu og sex af þrjátíu og sjö stigum inn í teig. Eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lok fyrri hálfleiks var það ekki upp á teningunum í þriðja leikhluta. Um tíma minnti Grindavík á lið Harlem Globtroters í þriðja leikhluta. Deandre Kane tróð með tilþrifum sem kveikti í stuðningsmönnum Grindavíkur, Ólafur Ólafsson varði síðan skot frá Ragnari Nathanaelssyni nálægt körfunni. Í næstu sókn Grindavíkur setti Kane niður sniðskot og fékk villu að auki. Í kjölfarið tók Hamar leikhlé, öll þessi atvik gerðust á innan við mínútu. Gestirnir voru fjórtán stigum yfir 57-71 þegar að haldið var í síðasta fjórðung. Heimamenn voru ekki á því að leggja árar í bát heldur fóru gríðarlega vel af stað í fjórða leikhluta og settu stór skot ofan í. Hamar saxaði forskot Grindavíkur niður í fimm stig á tæplega tveimur mínútum. Grindavík svaraði svo sannarlega fyrir sig þar sem liðið gerði tólf stig í röð og einfaldlega gekk frá leiknum. Niðurstaðan tíu stiga sigur Grindavíkur 87-97 og Hamar á ekki tölfræðilegan möguleika á að halda sér upp í Subway-deildinni þegar fjórir leikir eru eftir. Af hverju vann Grindavík? Grindavík er töluvert betra lið en Hamar og yfirburðirnir voru sjáanlegir strax í fyrsta leikhluta. Gestirnir gerðu síðan það sem þurfti þegar að Hamar minnkaði forskotið niður í fimm stig í fjórða leikhluta. Þá komu Deandre Kane, Ólafur Ólafsson og Kristófer Gylfason inn á og Grindavík gerði tólf stig í röð og kláraði leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Deandre Kane var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig. Hann tók einnig 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dedrick Basile var einnig öflugur. Basile gerði 15 stig, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Fyrsti leikhluti hjá Hamri var ekki góður. Hefði liðið ætlað sér að koma á óvart gegn Grindavík hefði liðið átt að byrja töluvert betur í stað þess að lenda ellefu stigum undir. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 7. mars mætast Keflavík og Grindavík klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Hamar og Breiðablik. „Ég er ekki að fara að gráta meira núna“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var nokkuð brattur þrátt fyrir tíu stiga tap gegn Grindavík. „Við áttum gott áhlaup þegar að Grindavík var farið að rúlla meira á liðinu en síðan byggðu þeir aftur upp forskot þegar að byrjunarliðsmennirnir komu aftur inn á. Það var orka og fjör hjá mínu liði sem var gott,“ sagði Halldór Karl eftir leik. Halldór fór um víðan völl og ræddi næstu skref hjá Hamri þar sem liðið mun leika í næst efstu deild á næsta tímabili. „Við erum að byggja til framtíðar. Við munum ekki deyja ráðalausir þrátt fyrir að tímabilið hafi farið svona. Það eru ungir leikmenn hjá mér að spila vel og taka réttar ákvarðanir.“ „Ég er ekki að fara að gráta meira núna þar sem við vorum löngu búnir að átta okkur á því að við myndum falla. Við tókum ákvörðun í janúar að bæta ekki fleiri leikmönnum við okkur þar sem þetta var orðið mjög langsótt. Það tók Hamar tólf ár að komast upp aftur seinast þegar að liðið fór niður og við ætlum ekki að taka það langan tíma.“ „Við reyndum að vera skynsamir fjárhagslega til þess að geta verið með gott lið á næsta ári og vonandi náum við að halda einhverjum leikmönnum.“ Frá 1997 hafa þrjú lið endað með 0 stig. Eftir átján leiki er Hamar með 0 stig og Halldór hafði meiri áhyggjur af þeirri staðreynd. „Það væri meiri skellur. En það er öllum drullusama á endanum hvort þú fellur með núll stig eða meira. Við ætlum samt að ná sigri þar sem það eru fjórir leikir eftir og við fáum mjög mikilvæga hvíld og síðan er næsti leikur gegn Blikum,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum. Subway-deild karla Hamar UMF Grindavík
Hamar tapaði gegn Grindavík 87-97. Það var því endanlega ljóst eftir þessa umferð að Hamar úr Hveragerði verður í næst efstu deild á næsta tímabili. Grindavík var ekki lengi að ná yfirhöndinni. Gestirnir nýttu sér götótta vörn Hamars þar sem þeir leyfðu Grindvíkingum annað hvort að komast auðveldlega að hringnum eða fá opin þriggja stiga skot. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, tók leikhlé sjö stigum undir 10-17. Leikhlé Halldórs breytti litlu. Grindavík var ellefu stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 13-24. Hamar tók sjö þrista í fyrsta leikhluta og hitti aðeins úr einum. Dragos Andrei Diculescu gerði fyrstu fjögur stigin í öðrum leikhluta og gaf Hamri smá líf. Grindvíkingar voru þó ekki lengi að svara fyrir það og settu niður þrjá þrista á skömmum tíma og juku forystu sína í fimmtán stig. Gestirnir voru níu stigum yfir í hálfleik 37-46. Það var áhugavert að fylgjast með baráttunni hjá heimamönnum þar sem þeir voru með níu sóknarfráköst og fengu úr þeim ellefu stig. Heimamenn gerðu tuttugu og sex af þrjátíu og sjö stigum inn í teig. Eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lok fyrri hálfleiks var það ekki upp á teningunum í þriðja leikhluta. Um tíma minnti Grindavík á lið Harlem Globtroters í þriðja leikhluta. Deandre Kane tróð með tilþrifum sem kveikti í stuðningsmönnum Grindavíkur, Ólafur Ólafsson varði síðan skot frá Ragnari Nathanaelssyni nálægt körfunni. Í næstu sókn Grindavíkur setti Kane niður sniðskot og fékk villu að auki. Í kjölfarið tók Hamar leikhlé, öll þessi atvik gerðust á innan við mínútu. Gestirnir voru fjórtán stigum yfir 57-71 þegar að haldið var í síðasta fjórðung. Heimamenn voru ekki á því að leggja árar í bát heldur fóru gríðarlega vel af stað í fjórða leikhluta og settu stór skot ofan í. Hamar saxaði forskot Grindavíkur niður í fimm stig á tæplega tveimur mínútum. Grindavík svaraði svo sannarlega fyrir sig þar sem liðið gerði tólf stig í röð og einfaldlega gekk frá leiknum. Niðurstaðan tíu stiga sigur Grindavíkur 87-97 og Hamar á ekki tölfræðilegan möguleika á að halda sér upp í Subway-deildinni þegar fjórir leikir eru eftir. Af hverju vann Grindavík? Grindavík er töluvert betra lið en Hamar og yfirburðirnir voru sjáanlegir strax í fyrsta leikhluta. Gestirnir gerðu síðan það sem þurfti þegar að Hamar minnkaði forskotið niður í fimm stig í fjórða leikhluta. Þá komu Deandre Kane, Ólafur Ólafsson og Kristófer Gylfason inn á og Grindavík gerði tólf stig í röð og kláraði leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Deandre Kane var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig. Hann tók einnig 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dedrick Basile var einnig öflugur. Basile gerði 15 stig, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Fyrsti leikhluti hjá Hamri var ekki góður. Hefði liðið ætlað sér að koma á óvart gegn Grindavík hefði liðið átt að byrja töluvert betur í stað þess að lenda ellefu stigum undir. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 7. mars mætast Keflavík og Grindavík klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Hamar og Breiðablik. „Ég er ekki að fara að gráta meira núna“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var nokkuð brattur þrátt fyrir tíu stiga tap gegn Grindavík. „Við áttum gott áhlaup þegar að Grindavík var farið að rúlla meira á liðinu en síðan byggðu þeir aftur upp forskot þegar að byrjunarliðsmennirnir komu aftur inn á. Það var orka og fjör hjá mínu liði sem var gott,“ sagði Halldór Karl eftir leik. Halldór fór um víðan völl og ræddi næstu skref hjá Hamri þar sem liðið mun leika í næst efstu deild á næsta tímabili. „Við erum að byggja til framtíðar. Við munum ekki deyja ráðalausir þrátt fyrir að tímabilið hafi farið svona. Það eru ungir leikmenn hjá mér að spila vel og taka réttar ákvarðanir.“ „Ég er ekki að fara að gráta meira núna þar sem við vorum löngu búnir að átta okkur á því að við myndum falla. Við tókum ákvörðun í janúar að bæta ekki fleiri leikmönnum við okkur þar sem þetta var orðið mjög langsótt. Það tók Hamar tólf ár að komast upp aftur seinast þegar að liðið fór niður og við ætlum ekki að taka það langan tíma.“ „Við reyndum að vera skynsamir fjárhagslega til þess að geta verið með gott lið á næsta ári og vonandi náum við að halda einhverjum leikmönnum.“ Frá 1997 hafa þrjú lið endað með 0 stig. Eftir átján leiki er Hamar með 0 stig og Halldór hafði meiri áhyggjur af þeirri staðreynd. „Það væri meiri skellur. En það er öllum drullusama á endanum hvort þú fellur með núll stig eða meira. Við ætlum samt að ná sigri þar sem það eru fjórir leikir eftir og við fáum mjög mikilvæga hvíld og síðan er næsti leikur gegn Blikum,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti