UMF Grindavík

Fréttamynd

„Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“

Sagan af því hvernig DeAndre Kane, með ferilskrá sem menn töldu of mikla fyrir Ísland, endaði í körfuboltaliði Grindavíkur er hreint lygileg. Stjórnarmaður hjá Grindavík óttaðist um tíma að hafa komið Kane í fangelsi en ungverski bílstjórinn Zsombor lék lykilhlutverk í að allt fór vel að lokum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“

Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann er með vonir og væntingar heils bæjar­fé­lags á bakinu“

„Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er krísa“

Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“

Grindvíkingar máttu sætta sig við 120-112 tap gegn KR í framlengdum leik í kvöld en Grindvíkingar kláruðu leikinn nánast á fimm leikmönnum eftir að hafa misst Jordan Aboudou út úr húsi með tvær tæknivillur og Daniel Mortensen af velli með fimm villur.

Körfubolti
Fréttamynd

Þor­leifur: Þetta er á­kveðin skita

Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

For­setar mættu á til­finninga­ríka stund með Grind­víkingum

Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Upp­gjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grind­víkingar héldu Val í fallsætinu

Grindavíkingar unnu sjö stiga sigur á Val, 97-90, í lokaleik tíundu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar virtust ætla að vinna öruggan sigur en þeir hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum. Grindavíkurliðið stóðst þó atlögu Íslandsmeistaranna og sá til þess að Valsmenn sitja áfram í fallsæti.

Körfubolti
Fréttamynd

Penni Peppas lærði ís­lensku á undra­verðum hraða

Fyrsta bandaríska konan sem spilaði körfubolta á Íslandi, Penni Peppas, var meðal þeirra sem var til umfjöllunar í þriðja þætti Kanans. Hún kom hingað til lands haustið 1994 og vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína inni á vellinum og fyrir það að læra íslensku á undraverðum hraða.

Körfubolti
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“

„Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Grind­víkingar þétta raðirnar

Grindvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir komandi átök í Lengjudeild karla næsta sumar en í gær tilkynnti liðið að Arnór Gauti Úlfarsson væri genginn til liðs við Grindavík.

Fótbolti