UMF Grindavík

Fréttamynd

Brá þegar hún heyrði smellinn

Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“

Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Haukar - Grinda­vík 76-73 | Deildar­meistararnir fengu líf­línu

Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vorum bara heppnir að landa þessu“

Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það erfiðasta er enn­þá eftir“

Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindaavíkur, segir vandasamasta verkið vera eftir en liðið er komið 2-0 yfir í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi 14 stiga sigur þegar liðin leiddu saman hesta sína í öðrum leik sínum í Smáranum í kvöld.  

Körfubolti
Fréttamynd

„Frá­bært að stela heima­vellinum“

Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Grind­víkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA

Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mætum til­búnar í úr­slita­keppnina“

Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90.

Körfubolti
Fréttamynd

Græn gleði í Smáranum

Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við vorum mjög sigurvissar“

„Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og komum tilbúnar“ sagði Ísabella Ósk Sigurðardóttir eftir sigur Grindavíkur í bikarundanúrslitum gegn Þór Akureyri. Hún átti stóran þátt í sigrinum með sínum 14 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 blokkum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Staðan er erfið og flókin“

Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins.

Körfubolti