Hvert er förinni heitið? Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir og Lísbet Sigurðardóttir skrifa 16. febrúar 2024 09:00 Um mitt síðasta ár voru hátt í fjörutíu milljónir manna á flótta í heiminum. Á sama tíma voru um 110 milljónir á vergangi, en talan hefur vaxið enn frekar síðan og líklega ekkert lát á vextinum í bráð. Það er risavaxið sameiginlegt verkefni alþjóðasamfélagsins að hlúa að fólki á flótta. Þar þurfa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, að standa sína plikt líkt og aðrir. Það liggur enginn vafi á því að við Íslendingar, sem eitt ríkasta velferðarsamfélag heims, höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera með myndarlegum hætti. En þegar verkefnið er orðið okkur ofjarl verður að vera hægt að líta inn á við, ræða málin í kjölinn og velta því fyrir okkur hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum sem við berum okkur saman við í nær öllu öðru tilliti. Á það hefur raunar verið bent í nokkur ár af ráðherrum og þingflokki Sjálfstæðisflokksins og gerðar tilraunir til þess að koma skynsamlegum breytingum til lykta án þess að þær hafi hlotið hljómgrunn - fyrr en nú. Leit að samfélagslegri sátt Óhætt er að segja að umræða um málaflokkinn verði sífellt harðari eftir því sem umfangið eykst og flóttamenn hafa víða orðið blórabögglar öfgasinna og popúlista. Hingað til hefur slík umræða þó verið minna áberandi hér en í nágrannaríkjum. Miklu máli skiptir að halda í þá sérstöðu, nálgast verkefnið af yfirvegun og þannig að skiptast megi á skoðunum um stóru drættina án þess að við endum í leðjuslag. Það þjónar hagsmunum íslensks samfélags og þeirra sem hingað leita best að við höfum burði til að veita mannsæmandi þjónustu og sinna afgreiðslu mála í samræmi við lög. Upphrópanir, afvegaleiðing og svívirðingar munu ekki brúa bil ólíkra sjónarmiða í leit að samfélagslegri sátt um þennan málaflokk. Það gera alhæfingar og fordómar ekki heldur. Verndarkerfi á þolmörkum Aldrei hafa fleiri komið til landsins á flótta en síðustu tvö ár. Árið 2014 þótti það mikið þegar hingað komu 176 einstaklingar á flótta. Í fyrra komu um tuttugu og fjórum sinnum fleiri, eða 4.159 einstaklingar, og dvelja nú ríflega 2.000 umsækjendur um alþjóðlega vernd í búsetuúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar. Fjölguninni fylgir tilheyrandi margföldun kostnaðar, en dómsmálaráðuneytið áætlar að hann hafi verið um 20 milljarðar í fyrra, sem er til samanburðar drjúgur hluti þess sem kostar að reka alla utanríkisþjónustu Íslands ár hvert. Eðli málsins samkvæmt hefur þróunin í för með sér gríðarlegt álag á innviði samfélags sem telur tæplega 400 þúsund íbúa, en fólksfjölgun hér hefur verið langtum hraðari en í Evrópu. Frá aldamótum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um nærri 40%, samanborið við tæplega 3% fjölgun í Evrópu. Hvaða samfélag sem er ætti erfitt með að anna uppbyggingu innviða í takt við slíka þróun. Þrátt fyrir gríðarmikla uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu, bæði í húsakosti og stórauknum framlögum í rekstur kerfisins, verða þær framfarir lítið meira en kapphlaup við tímann. Biðlistar á leikskóla eru langir, sérstaklega í höfuðborginni, og byggja þarf mun fleiri íbúðir. Til að vel megi vera þurfum við að leggja raunsætt mat á hvað innviðir okkar þola þegar við sníðum okkur stakk eftir vexti. Það er augljóslega ekki sjálfbært að ásókn í alþjóðlega vernd á Íslandi sé hlutfallslega margföld á við hin Norðurlöndin, líkt og verið hefur undanfarið. Það er hvorki sjálfbært þegar kemur að grunninnviðum samfélagsins né getu okkar til að taka vel á móti fólki í viðkvæmri stöðu, líkt og við hljótum öll að vilja. Það hefur verið gagnrýnt að íslensk stjórnvöld veiti ekki alþjóðlega vernd þeim sem þegar hafa hlotið vernd í öruggu ríki. Ekki er hægt að ætla Íslandi að taka við fjölda fólks sem þegar hefur fengið vernd annars staðar í Evrópu, enda yrði það þá óhjákvæmilegt að kerfið hafi ekki undan og að þjónusta skerðist hér líkt og gerst hefur annars staðar. Í þessu felst ekki mannvonska eða andúð gagnvart útlendingum, heldur þvert á móti vilji til að geta gert hlutina vel. Það dugar skammt að veita fólki mannúðarleyfi hér á landi ef við höfum ekki lengur burði til að veita mannsæmandi þjónustu. Ef íslenskt verndarkerfi er langtum opnara en í nágrannalöndum til lengdar, og straumurinn margfalt stríðari, skapast kjörið tækifæri fyrir þjóðernispopúlista að nýta sér stöðuna til þess að ala á hatri og fordómum á leið sinni til valda. Það er á ábyrgð okkar að ná sátt um málaflokkinn og tryggja að við sem samfélag förum ekki fram úr eigin getu. Óvænt en mikilvæg samstaða Nú er í smíðum nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum þar sem lagðar eru til löngu tímabærar breytingar til samræmis við löggjöf hinna Norðurlandanna. Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram stóran hluta umræddra breytingartillagna í hartnær áratug, en drjúgur hluti Alþingis hefur hingað til tekið þeim fálega. Það er því ánægjulegt að formenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar virðast vera að vakna til lífsins eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Af málflutningi þeirra má ætla að flokkarnir hljóti að styðja afgreiðslu frumvarpsins í þinginu þannig að gera megi lagaumhverfi málaflokksins sjálfbærari svo við getum tekið vel á móti þeim sem hljóta hér vernd, með mannúð að leiðarljósi. Seint koma sumir en koma þó - það er fagnaðarefni að þingmenn stjórnarandstöðunnar sjái loksins hag sinn í því að styðja skynsamlegar lausnir sem legið hafa fyrir í fleiri ár. Höfundar eru aðstoðarmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um mitt síðasta ár voru hátt í fjörutíu milljónir manna á flótta í heiminum. Á sama tíma voru um 110 milljónir á vergangi, en talan hefur vaxið enn frekar síðan og líklega ekkert lát á vextinum í bráð. Það er risavaxið sameiginlegt verkefni alþjóðasamfélagsins að hlúa að fólki á flótta. Þar þurfa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, að standa sína plikt líkt og aðrir. Það liggur enginn vafi á því að við Íslendingar, sem eitt ríkasta velferðarsamfélag heims, höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera með myndarlegum hætti. En þegar verkefnið er orðið okkur ofjarl verður að vera hægt að líta inn á við, ræða málin í kjölinn og velta því fyrir okkur hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum sem við berum okkur saman við í nær öllu öðru tilliti. Á það hefur raunar verið bent í nokkur ár af ráðherrum og þingflokki Sjálfstæðisflokksins og gerðar tilraunir til þess að koma skynsamlegum breytingum til lykta án þess að þær hafi hlotið hljómgrunn - fyrr en nú. Leit að samfélagslegri sátt Óhætt er að segja að umræða um málaflokkinn verði sífellt harðari eftir því sem umfangið eykst og flóttamenn hafa víða orðið blórabögglar öfgasinna og popúlista. Hingað til hefur slík umræða þó verið minna áberandi hér en í nágrannaríkjum. Miklu máli skiptir að halda í þá sérstöðu, nálgast verkefnið af yfirvegun og þannig að skiptast megi á skoðunum um stóru drættina án þess að við endum í leðjuslag. Það þjónar hagsmunum íslensks samfélags og þeirra sem hingað leita best að við höfum burði til að veita mannsæmandi þjónustu og sinna afgreiðslu mála í samræmi við lög. Upphrópanir, afvegaleiðing og svívirðingar munu ekki brúa bil ólíkra sjónarmiða í leit að samfélagslegri sátt um þennan málaflokk. Það gera alhæfingar og fordómar ekki heldur. Verndarkerfi á þolmörkum Aldrei hafa fleiri komið til landsins á flótta en síðustu tvö ár. Árið 2014 þótti það mikið þegar hingað komu 176 einstaklingar á flótta. Í fyrra komu um tuttugu og fjórum sinnum fleiri, eða 4.159 einstaklingar, og dvelja nú ríflega 2.000 umsækjendur um alþjóðlega vernd í búsetuúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar. Fjölguninni fylgir tilheyrandi margföldun kostnaðar, en dómsmálaráðuneytið áætlar að hann hafi verið um 20 milljarðar í fyrra, sem er til samanburðar drjúgur hluti þess sem kostar að reka alla utanríkisþjónustu Íslands ár hvert. Eðli málsins samkvæmt hefur þróunin í för með sér gríðarlegt álag á innviði samfélags sem telur tæplega 400 þúsund íbúa, en fólksfjölgun hér hefur verið langtum hraðari en í Evrópu. Frá aldamótum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um nærri 40%, samanborið við tæplega 3% fjölgun í Evrópu. Hvaða samfélag sem er ætti erfitt með að anna uppbyggingu innviða í takt við slíka þróun. Þrátt fyrir gríðarmikla uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu, bæði í húsakosti og stórauknum framlögum í rekstur kerfisins, verða þær framfarir lítið meira en kapphlaup við tímann. Biðlistar á leikskóla eru langir, sérstaklega í höfuðborginni, og byggja þarf mun fleiri íbúðir. Til að vel megi vera þurfum við að leggja raunsætt mat á hvað innviðir okkar þola þegar við sníðum okkur stakk eftir vexti. Það er augljóslega ekki sjálfbært að ásókn í alþjóðlega vernd á Íslandi sé hlutfallslega margföld á við hin Norðurlöndin, líkt og verið hefur undanfarið. Það er hvorki sjálfbært þegar kemur að grunninnviðum samfélagsins né getu okkar til að taka vel á móti fólki í viðkvæmri stöðu, líkt og við hljótum öll að vilja. Það hefur verið gagnrýnt að íslensk stjórnvöld veiti ekki alþjóðlega vernd þeim sem þegar hafa hlotið vernd í öruggu ríki. Ekki er hægt að ætla Íslandi að taka við fjölda fólks sem þegar hefur fengið vernd annars staðar í Evrópu, enda yrði það þá óhjákvæmilegt að kerfið hafi ekki undan og að þjónusta skerðist hér líkt og gerst hefur annars staðar. Í þessu felst ekki mannvonska eða andúð gagnvart útlendingum, heldur þvert á móti vilji til að geta gert hlutina vel. Það dugar skammt að veita fólki mannúðarleyfi hér á landi ef við höfum ekki lengur burði til að veita mannsæmandi þjónustu. Ef íslenskt verndarkerfi er langtum opnara en í nágrannalöndum til lengdar, og straumurinn margfalt stríðari, skapast kjörið tækifæri fyrir þjóðernispopúlista að nýta sér stöðuna til þess að ala á hatri og fordómum á leið sinni til valda. Það er á ábyrgð okkar að ná sátt um málaflokkinn og tryggja að við sem samfélag förum ekki fram úr eigin getu. Óvænt en mikilvæg samstaða Nú er í smíðum nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum þar sem lagðar eru til löngu tímabærar breytingar til samræmis við löggjöf hinna Norðurlandanna. Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram stóran hluta umræddra breytingartillagna í hartnær áratug, en drjúgur hluti Alþingis hefur hingað til tekið þeim fálega. Það er því ánægjulegt að formenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar virðast vera að vakna til lífsins eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Af málflutningi þeirra má ætla að flokkarnir hljóti að styðja afgreiðslu frumvarpsins í þinginu þannig að gera megi lagaumhverfi málaflokksins sjálfbærari svo við getum tekið vel á móti þeim sem hljóta hér vernd, með mannúð að leiðarljósi. Seint koma sumir en koma þó - það er fagnaðarefni að þingmenn stjórnarandstöðunnar sjái loksins hag sinn í því að styðja skynsamlegar lausnir sem legið hafa fyrir í fleiri ár. Höfundar eru aðstoðarmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun