Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 19:00 Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu, sem á að hafa átt sér stað í leigubíl. Vísir/Vilhelm Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur Í tilkynningunni kemur fram að forsvarsmenn starfstéttar leigubifreiðastjóra óski konunni góðs bata. Greint var frá því í gær að rannsókn á meintu kynferðisbroti í leigubíl standi nú yfir hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. „Brotaþoli getur þurft að stríða lengi við afleiðingarnar af slíku ofbeldi og endurupplifa það í ferlinu til að geta sótt rétt sinn. Því vonum við svo sannarlega að stjórnvöld veiti brotaþola nauðsynlegan stuðning til þess að ganga alla leið í gegnum ferli ákærunnar og batans. Leigubifreiðastjórar fordæma allt ofbeldi, því það skaðar fólk ævilangt,“ segir í tilkynningunni. Innviðaráðherra svikist undan viðtali Þá segir að Félögin B.Í.L.S. og Frami hafi ítrekað varað stjórnvöld við þeim afleiðingum sem biðu síðustu lagabreytinga, en hafi mætt fyrirlitningu ráðamanna og skilningsleysi þeirra á viðkvæmu umhverfi leigubifreiðaaksturs. Þar að auki hefðu forsvarsmenn leigubifreiðstjóra óskað eftir fundi með innviðaráðherra áður en málum yrði ekki aftur snúið. Ráðherrann hafi samþykkt samtal, en svikið það og flýtt frumvarpinu í gegnum þingið síðustu daga fyrir jólafrí árið 2022. „Við viljum biðja þá þingmenn sem kusu með lagabreytingunni að horfast í augu við eigin mistök og við sendum þeim þingmönnum sem kusu gegn breytingunni einlægar þakkir,“ segir loks í tilkynningunni. Leigubílar Stéttarfélög Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Í tilkynningunni kemur fram að forsvarsmenn starfstéttar leigubifreiðastjóra óski konunni góðs bata. Greint var frá því í gær að rannsókn á meintu kynferðisbroti í leigubíl standi nú yfir hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. „Brotaþoli getur þurft að stríða lengi við afleiðingarnar af slíku ofbeldi og endurupplifa það í ferlinu til að geta sótt rétt sinn. Því vonum við svo sannarlega að stjórnvöld veiti brotaþola nauðsynlegan stuðning til þess að ganga alla leið í gegnum ferli ákærunnar og batans. Leigubifreiðastjórar fordæma allt ofbeldi, því það skaðar fólk ævilangt,“ segir í tilkynningunni. Innviðaráðherra svikist undan viðtali Þá segir að Félögin B.Í.L.S. og Frami hafi ítrekað varað stjórnvöld við þeim afleiðingum sem biðu síðustu lagabreytinga, en hafi mætt fyrirlitningu ráðamanna og skilningsleysi þeirra á viðkvæmu umhverfi leigubifreiðaaksturs. Þar að auki hefðu forsvarsmenn leigubifreiðstjóra óskað eftir fundi með innviðaráðherra áður en málum yrði ekki aftur snúið. Ráðherrann hafi samþykkt samtal, en svikið það og flýtt frumvarpinu í gegnum þingið síðustu daga fyrir jólafrí árið 2022. „Við viljum biðja þá þingmenn sem kusu með lagabreytingunni að horfast í augu við eigin mistök og við sendum þeim þingmönnum sem kusu gegn breytingunni einlægar þakkir,“ segir loks í tilkynningunni.
Leigubílar Stéttarfélög Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira