„Tölfræði nær alltaf í rassinn á fólki“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2024 22:25 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann Álftanes í tvíframlengdum leik í Forsetahöllinni 109-114. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með að hafa náð sigri. „Planið var keyra upp hraðann og treysta á að þeir myndu fara að klikka úr skotum í fjórða leikhluta sem gekk ágætlega,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Álftanes hitti afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru með 70 prósent þriggja stiga nýtingu úr fyrstu tíu skotnum. Voru Keflvíkingar teknir á eigin bragði í fyrri hálfleik? „Já og nei. Tölfræði nær alltaf í rassinn á fólki. Við vissum að þeir myndu ekki skjóta svona allan leikinn og þetta var ekki sjálfbært. Við vorum þolinmóðir og ég sagði við liðið í hálfleik að við myndum ekki vinna þetta í þriðja leikhluta heldur fjórða leikhluta.“ Keflavík vann leikinn hins vegar ekki í fjórða leikhluta eins og Pétur sagði við liðið í hálfleik heldur þurfti tvær framlengingar til og Pétur var afar ánægður að hafa náð að landa sigri. „Þetta er 100 metra hlaup og það skiptir engu máli hver er fyrstur eftir 20 metra. Það skiptir engu máli heldur skiptir það máli hver er fyrstur þegar að 100 metrarnir eru búnir og við komumst fyrstir í mark í kvöld sem var jákvætt.“ „Menn taka áhættu. Þú þarft að hafa trú á því sem þú ert að gera og skjóta með miklu sjálfstrausti og berjast sem lið. Það er alveg sama hvað einhver þjálfari segir í framlengingu það skiptir engu máli það eru leikmennirnir sem vinna leikinn.“ „Við vorum að spila án besta leikmanns deildarinnar, allavega einn af þremur bestu leikmönnum deildarinnar. Við vorum án hans og þetta var geggjaður sigur hjá strákunum,“ sagði Pétur Ingvarsson og þar átti hann við Remy Martin sem einn besta leikmann deildarinnar. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
„Planið var keyra upp hraðann og treysta á að þeir myndu fara að klikka úr skotum í fjórða leikhluta sem gekk ágætlega,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Álftanes hitti afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru með 70 prósent þriggja stiga nýtingu úr fyrstu tíu skotnum. Voru Keflvíkingar teknir á eigin bragði í fyrri hálfleik? „Já og nei. Tölfræði nær alltaf í rassinn á fólki. Við vissum að þeir myndu ekki skjóta svona allan leikinn og þetta var ekki sjálfbært. Við vorum þolinmóðir og ég sagði við liðið í hálfleik að við myndum ekki vinna þetta í þriðja leikhluta heldur fjórða leikhluta.“ Keflavík vann leikinn hins vegar ekki í fjórða leikhluta eins og Pétur sagði við liðið í hálfleik heldur þurfti tvær framlengingar til og Pétur var afar ánægður að hafa náð að landa sigri. „Þetta er 100 metra hlaup og það skiptir engu máli hver er fyrstur eftir 20 metra. Það skiptir engu máli heldur skiptir það máli hver er fyrstur þegar að 100 metrarnir eru búnir og við komumst fyrstir í mark í kvöld sem var jákvætt.“ „Menn taka áhættu. Þú þarft að hafa trú á því sem þú ert að gera og skjóta með miklu sjálfstrausti og berjast sem lið. Það er alveg sama hvað einhver þjálfari segir í framlengingu það skiptir engu máli það eru leikmennirnir sem vinna leikinn.“ „Við vorum að spila án besta leikmanns deildarinnar, allavega einn af þremur bestu leikmönnum deildarinnar. Við vorum án hans og þetta var geggjaður sigur hjá strákunum,“ sagði Pétur Ingvarsson og þar átti hann við Remy Martin sem einn besta leikmann deildarinnar.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira