„Þetta er fullkomlega óeðlilegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 15:01 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“ Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“
Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum