Hafnar því að Kristrún sé að færa flokkinn lengra til hægri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 18:30 Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar leggur orð í belg um útlendingastefnu flokksins. visir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hafnar því að Kristrún Frostadóttir núverandi formaður sé að færa flokkinn lengra til hægri á hinum pólitíska ás. Samfylkingin og stefna hennar í útlendingamálum hefur verið í deiglunni undanfarið. Kristrún mætti í viðtal á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem það sama var til umræðu. Sagði hún meðal annars að útlendingum hefði fjölgað of hratt hér á landi en að hún hafi ekki ætlað að boða neina stefnubreytingu innan flokksins í málaflokknum. Þá var fjallað um það í gær að Kristrún hefði sætt gagnrýni innan flokksins en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður kom henni jafnframt til varnar. Nú hefur annar formður gert það sama. Össur Skarphéðinsson segir enga ástæðu fyrir Kristrúnu eða flokkinn að færa flokkinn lengra til hægri í von um atvkæði. Flokkurinn fari með himinskautunum og fólk upplifi Kristrúnu sem „ekta metal.“ „Vissulega var stefna flokksins í þessum efnum ekki skýrt mótuð á fyrstu árum hans þegar ég leiddi flokkinn,“ skrifar Össur í Facebook-pistli. „Í flestum meginatriðum virtust þó skoðanir hennar í hlaðvarpsspjallinu á svipuðu róli og ég og aðrir forystumenn töluðu. Okkar áhersla var að á Íslandi ættu þeir að eiga skjól sem hingað flúðu vegna hættu á að vera fangelsaðir, pyntaðir eða teknir af lífi vegna skoðana sinna. Þetta er ennþá stefna Samfylkingarinnar og vitaskuld á þetta að vera burðarás í stefnu Íslands.“ Flokkurinn hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að það ætti að opna sérstaklega dyr fyrir efnahagslega flóttamenn, segir Össur og vísar til þeirrar sérstöku meðferðar sem fólk frá Venesúela hlaut að frumkvæði Sjálfstæðisflokks. Þess í stað ætti Ísland að vera með beinu liðsinni við að styrkja innviði á viðkomandi svæðum. Klúður Sjálfstæðisflokks að leggja ekki í „þéttingu kerfa“ „Það sem gladdi mig sérstaklega var áhersla Kristrúnar á s.k. „kvótaflóttamenn“. Það eru hinir gleymdu flóttamenn, sem „geymdir“ eru í flóttamannabúðum í öðru landi, án vonar um heimkomu í upprunalandið, enginn vill taka við og SÞ á erfiðast með að liðsinna. Stuðningur við þá varð ein af burðarstoðum í stefnu Samfylkingarinnar þegar á leið. Muni ég rétt lagði flokkurinn á sínum tíma fram tillögu á Alþingi undir forystu Sigríðar Ingibjargar, um að Ísland tæki við 500 kvótaflóttamönnum og undirbyggi það rækilega með þéttingu viðtökuinnviða. Þá ætlaði allt um koll að keyra – og Sjálfstæðisflokkurinn talaði af mikilli vandlætingu um að jafnaðarmenn vildu opna Ísland fyrir öllum heiminum,“ segir Össur enn fremur en segir að vitaskuld skuli allt gert til að létta leiðina hingað fyrir stríðshrjáða íbúa á Gasa sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi. Varðandi landamærin segir Össur að útlendingar standi undir „miklu stærri hluta af velferð Íslands en flestir gera sér grein fyrir, og án þeirra væri verðbólga hér miklu hærri og án efa vextir líka.“ „Meðal mistaka Sjálfstæðisflokksins er að hafa ekki náð að skapa farveg til að koma þeim sem hér fá alþjóðlega vernd betur inn í samfélagið, ekki síst atvinnulífið, þeim og okkur til hagsbóta. Hitt er svo annað, að það er líka partur af klúðri Sjálfstæðisflokksins að hafa ekki lagt í þéttingu kerfa, s.s. heilbrigðis- , húsnæðis- og menntakerfa, sem gera okkur kleift að taka nægilega vel á móti þeim sem hingað koma. Gildir einu hvort það er vegna starfa í krafti hins sameiginlega evrópska vinnumarkaðar, undan stríði einsog í Úkraínu og Gaza, eða af öðrum ástæðum.“ Hvíldinni feginn þegar Kristrún taki við Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segir hann hafa misst stjórn á málaflokknum og að ný ríkisstjórn muni taka við „fullkomnu ófremdarástandi“. „Í reynd þarf að móta sérstaka stefnu um hvernig hægt er að leysa úr þeim vanda sem ný ríkisstjórn mun standa frammi fyrir og er arfleifð Sjálfstæðisflokksins eftir meira en áratug með dómsmálaráðuneytið á sína ábyrgð. Álitsgjafinn og prófessorinn, sem er eiginlega tilefni þessarar sögulegu upprifjunar, hefði því fremur átt að skilgreina orð Kristrúnar sem innlegg í stefnumótun til að greiða úr klúðrum Sjálfstæðisflokksins - sem á þessu sviði hefur reynst úthalds- og úrræðalaus. Líklega verður hann hvíldinni feginn þegar Kristrún tekur við,“ segir hann að lokum. Samfylkingin Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00 Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. 17. febrúar 2024 22:32 „Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samfylkingin og stefna hennar í útlendingamálum hefur verið í deiglunni undanfarið. Kristrún mætti í viðtal á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem það sama var til umræðu. Sagði hún meðal annars að útlendingum hefði fjölgað of hratt hér á landi en að hún hafi ekki ætlað að boða neina stefnubreytingu innan flokksins í málaflokknum. Þá var fjallað um það í gær að Kristrún hefði sætt gagnrýni innan flokksins en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður kom henni jafnframt til varnar. Nú hefur annar formður gert það sama. Össur Skarphéðinsson segir enga ástæðu fyrir Kristrúnu eða flokkinn að færa flokkinn lengra til hægri í von um atvkæði. Flokkurinn fari með himinskautunum og fólk upplifi Kristrúnu sem „ekta metal.“ „Vissulega var stefna flokksins í þessum efnum ekki skýrt mótuð á fyrstu árum hans þegar ég leiddi flokkinn,“ skrifar Össur í Facebook-pistli. „Í flestum meginatriðum virtust þó skoðanir hennar í hlaðvarpsspjallinu á svipuðu róli og ég og aðrir forystumenn töluðu. Okkar áhersla var að á Íslandi ættu þeir að eiga skjól sem hingað flúðu vegna hættu á að vera fangelsaðir, pyntaðir eða teknir af lífi vegna skoðana sinna. Þetta er ennþá stefna Samfylkingarinnar og vitaskuld á þetta að vera burðarás í stefnu Íslands.“ Flokkurinn hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að það ætti að opna sérstaklega dyr fyrir efnahagslega flóttamenn, segir Össur og vísar til þeirrar sérstöku meðferðar sem fólk frá Venesúela hlaut að frumkvæði Sjálfstæðisflokks. Þess í stað ætti Ísland að vera með beinu liðsinni við að styrkja innviði á viðkomandi svæðum. Klúður Sjálfstæðisflokks að leggja ekki í „þéttingu kerfa“ „Það sem gladdi mig sérstaklega var áhersla Kristrúnar á s.k. „kvótaflóttamenn“. Það eru hinir gleymdu flóttamenn, sem „geymdir“ eru í flóttamannabúðum í öðru landi, án vonar um heimkomu í upprunalandið, enginn vill taka við og SÞ á erfiðast með að liðsinna. Stuðningur við þá varð ein af burðarstoðum í stefnu Samfylkingarinnar þegar á leið. Muni ég rétt lagði flokkurinn á sínum tíma fram tillögu á Alþingi undir forystu Sigríðar Ingibjargar, um að Ísland tæki við 500 kvótaflóttamönnum og undirbyggi það rækilega með þéttingu viðtökuinnviða. Þá ætlaði allt um koll að keyra – og Sjálfstæðisflokkurinn talaði af mikilli vandlætingu um að jafnaðarmenn vildu opna Ísland fyrir öllum heiminum,“ segir Össur enn fremur en segir að vitaskuld skuli allt gert til að létta leiðina hingað fyrir stríðshrjáða íbúa á Gasa sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi. Varðandi landamærin segir Össur að útlendingar standi undir „miklu stærri hluta af velferð Íslands en flestir gera sér grein fyrir, og án þeirra væri verðbólga hér miklu hærri og án efa vextir líka.“ „Meðal mistaka Sjálfstæðisflokksins er að hafa ekki náð að skapa farveg til að koma þeim sem hér fá alþjóðlega vernd betur inn í samfélagið, ekki síst atvinnulífið, þeim og okkur til hagsbóta. Hitt er svo annað, að það er líka partur af klúðri Sjálfstæðisflokksins að hafa ekki lagt í þéttingu kerfa, s.s. heilbrigðis- , húsnæðis- og menntakerfa, sem gera okkur kleift að taka nægilega vel á móti þeim sem hingað koma. Gildir einu hvort það er vegna starfa í krafti hins sameiginlega evrópska vinnumarkaðar, undan stríði einsog í Úkraínu og Gaza, eða af öðrum ástæðum.“ Hvíldinni feginn þegar Kristrún taki við Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segir hann hafa misst stjórn á málaflokknum og að ný ríkisstjórn muni taka við „fullkomnu ófremdarástandi“. „Í reynd þarf að móta sérstaka stefnu um hvernig hægt er að leysa úr þeim vanda sem ný ríkisstjórn mun standa frammi fyrir og er arfleifð Sjálfstæðisflokksins eftir meira en áratug með dómsmálaráðuneytið á sína ábyrgð. Álitsgjafinn og prófessorinn, sem er eiginlega tilefni þessarar sögulegu upprifjunar, hefði því fremur átt að skilgreina orð Kristrúnar sem innlegg í stefnumótun til að greiða úr klúðrum Sjálfstæðisflokksins - sem á þessu sviði hefur reynst úthalds- og úrræðalaus. Líklega verður hann hvíldinni feginn þegar Kristrún tekur við,“ segir hann að lokum.
Samfylkingin Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00 Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. 17. febrúar 2024 22:32 „Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00
Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. 17. febrúar 2024 22:32
„Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22