Það var landsliðskonan unga, Amanda Jacobsen Andradóttir, sem kom heimakonum á bragðið á 18. mínútu og þær litu ekki til baka eftir það. Ísabella Sara Tryggvadóttir bætti við marki á 36. og rétt áður en flautað var til hálfleiks gerði Glódís María Gunnarsdóttir nánast út um leikinn og kom stöðunni í 3-0.
Engin mörk litu dagsins ljós í venjulegum leiktíma en í uppbótartíma skoraði varamaðurinn og reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir fjórða og síðasta mark Valsara.
Þetta var þriðji leikur og jafnframt þriðji sigur Vals í riðli eitt í A deild kvenna í Lengjubikarnum. Þær sitja á toppnum með fullt hús stiga og markatöluna 13-1. Selfyssingar eru án stiga í riðlinum en þetta var þó aðeins þeirra fyrsti leikur í mótinu.