Bitið kom í veg fyrir að Benzema færi til Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 09:31 Karim Benzema og Luis Suárez fóru á kostum með Real Madrid og Barcelona en Suárez hefði allt eins getað valið að spila fyrir Real, og þá komið í stað Benzema. Samsett/EPA Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez kveðst í raun hafa komið í veg fyrir að franski framherjinn Karim Benzema færi frá Real Madrid til Arsenal á sínum tíma. Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira