Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 12:30 Leikur Íslands við Portúgal á síðasta ári skilaði tekjum fyrir KSÍ enda var uppselt á leikinn. Tekjur af landsleikjum í fyrra námu alls tæplega 160 milljónum króna. vísir/Hulda Margrét Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. Ljóst er að semja þarf við leikmenn landsliðanna um afreksgreiðslur til þeirra, það er að segja upphæðina sem leikmenn fá fyrir hvern sigur og hvert jafntefli, en áætlanir og vonir KSÍ standa til þess að þær lækki um helming. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er ekki gert ráð fyrir því að A-landslið karla komist í lokakeppni EM í sumar, en til þess að það tækist þyrfti liðið að vinna Ísrael í næsta mánuði sem og sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu. Ljóst er að EM-sæti myndi hafa gríðarleg áhrif á fjárhagsstöðu sambandsins því fyrir það fengjust að lágmarki 9,25 milljónir evra, eða tæplega 1,4 milljarður króna. Frá þeirri upphæð drægist þó umtalsverður kostnaður við þátttöku á mótinu. Milljarður frá UEFA og FIFA Helstu tekjur KSÍ verða eftir sem áður frá stóru alþjóðasamböndunum, UEFA og FIFA. Gert er ráð fyrir tæpum milljarði frá þeim, eða 756 milljónum frá UEFA og 227 milljónum frá FIFA. Ekki er gert ráð fyrir krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ frekar en síðustu ár, vegna afstöðu ÍSÍ. Alls eru áætlaðar tekjur KSÍ í ár rétt rúmir tveir milljarðar, en auk styrkja UEFA og FIFA vega þar þyngst tekjur af sjónvarpsrétti upp á rúmar 450 milljónir króna. Einnig fást tekjur af miðasölu en í greinargerð með fjárhagsáætlun er þess getið að svo til allar miðasölutekjur af heimaleikjum íslenskra landsliða komi í gegnum sölu á leiki A-landsliðs karla. Í ár spili það lið færri heimaleiki en í fyrra, og mótherjarnir (Svartfjallaland, Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni) skapi ekki hæstu mögulegu tekjur. Í fyrra var til að mynda uppselt á leikinn við Portúgal í undankeppni EM, þrátt fyrir hæsta miðaverð sem haft er á leikjum. Tekjur af landsleikjum eru þannig áætlaðar rúmar 120 milljónir í stað 160 milljóna í fyrra. Áætlað er að kostnaður við A-landslið kvenna lækki um níu milljónir, í tæpa 231 milljón króna á árinu.vísir/Hulda Margrét Færri leikir þrátt fyrir ábendingar UEFA og FIFA Reiknað er með því að kostnaður við landslið lækki úr 981 milljón í 910 milljónir. Kostnaður við öll landslið, nema U21 karla og U23 kvenna, ætti að lækka milli ára, og er alls gert ráð fyrir 92 landsleikjum sem er 10 færra en í fyrra. Þó leika yngri landslið Íslands 40% færri leiki en löndin sem KSÍ vill bera sig saman við. Í greinargerð með áætluninni er þess getið að bæði UEFA og FIFA hafi ítrekað bent á að KSÍ þurfi að fjölga leikjum yngri landsliða því það sé forsenda þess að Ísland haldi í við framþróun í samanburðarlöndum. Skrifstofukostnaður hækki en vallarkostnaður lækki Áætlað er að skrifstofu- og rekstrarkostnaður hækki um tæpar 30 milljónir á milli ára, í 435 milljónir, en gert er ráð fyrir 21 fastráðnum starfsmönnum á skrifstofu KSÍ. Mótakostnaður hækkar einnig og verður samkvæmt áætlun 288 milljónir, en þar vegur dómarakostnaður langmest eða 83%. Gert er ráð fyrir að aðildarfélög KSÍ greiði 11,1 milljón króna í ferða- og uppihaldskostnað dómara í ár. Þá er gert ráð fyrir mun lægri rekstrarkostnaði við að halda Laugardalsvelli leikfærum, eða sem nemur 125 milljónum króna í stað 190 milljóna, en leikið var á vellinum fram á vetur vegna landsleikja og Evrópuleikja karlaliðs Breiðabliks. Fjárhagsáætlun KSÍ má finna hér. Ársþing KSÍ verður haldið í Úlfarsárdal næstkomandi laugardag. KSÍ UEFA FIFA Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Ljóst er að semja þarf við leikmenn landsliðanna um afreksgreiðslur til þeirra, það er að segja upphæðina sem leikmenn fá fyrir hvern sigur og hvert jafntefli, en áætlanir og vonir KSÍ standa til þess að þær lækki um helming. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er ekki gert ráð fyrir því að A-landslið karla komist í lokakeppni EM í sumar, en til þess að það tækist þyrfti liðið að vinna Ísrael í næsta mánuði sem og sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu. Ljóst er að EM-sæti myndi hafa gríðarleg áhrif á fjárhagsstöðu sambandsins því fyrir það fengjust að lágmarki 9,25 milljónir evra, eða tæplega 1,4 milljarður króna. Frá þeirri upphæð drægist þó umtalsverður kostnaður við þátttöku á mótinu. Milljarður frá UEFA og FIFA Helstu tekjur KSÍ verða eftir sem áður frá stóru alþjóðasamböndunum, UEFA og FIFA. Gert er ráð fyrir tæpum milljarði frá þeim, eða 756 milljónum frá UEFA og 227 milljónum frá FIFA. Ekki er gert ráð fyrir krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ frekar en síðustu ár, vegna afstöðu ÍSÍ. Alls eru áætlaðar tekjur KSÍ í ár rétt rúmir tveir milljarðar, en auk styrkja UEFA og FIFA vega þar þyngst tekjur af sjónvarpsrétti upp á rúmar 450 milljónir króna. Einnig fást tekjur af miðasölu en í greinargerð með fjárhagsáætlun er þess getið að svo til allar miðasölutekjur af heimaleikjum íslenskra landsliða komi í gegnum sölu á leiki A-landsliðs karla. Í ár spili það lið færri heimaleiki en í fyrra, og mótherjarnir (Svartfjallaland, Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni) skapi ekki hæstu mögulegu tekjur. Í fyrra var til að mynda uppselt á leikinn við Portúgal í undankeppni EM, þrátt fyrir hæsta miðaverð sem haft er á leikjum. Tekjur af landsleikjum eru þannig áætlaðar rúmar 120 milljónir í stað 160 milljóna í fyrra. Áætlað er að kostnaður við A-landslið kvenna lækki um níu milljónir, í tæpa 231 milljón króna á árinu.vísir/Hulda Margrét Færri leikir þrátt fyrir ábendingar UEFA og FIFA Reiknað er með því að kostnaður við landslið lækki úr 981 milljón í 910 milljónir. Kostnaður við öll landslið, nema U21 karla og U23 kvenna, ætti að lækka milli ára, og er alls gert ráð fyrir 92 landsleikjum sem er 10 færra en í fyrra. Þó leika yngri landslið Íslands 40% færri leiki en löndin sem KSÍ vill bera sig saman við. Í greinargerð með áætluninni er þess getið að bæði UEFA og FIFA hafi ítrekað bent á að KSÍ þurfi að fjölga leikjum yngri landsliða því það sé forsenda þess að Ísland haldi í við framþróun í samanburðarlöndum. Skrifstofukostnaður hækki en vallarkostnaður lækki Áætlað er að skrifstofu- og rekstrarkostnaður hækki um tæpar 30 milljónir á milli ára, í 435 milljónir, en gert er ráð fyrir 21 fastráðnum starfsmönnum á skrifstofu KSÍ. Mótakostnaður hækkar einnig og verður samkvæmt áætlun 288 milljónir, en þar vegur dómarakostnaður langmest eða 83%. Gert er ráð fyrir að aðildarfélög KSÍ greiði 11,1 milljón króna í ferða- og uppihaldskostnað dómara í ár. Þá er gert ráð fyrir mun lægri rekstrarkostnaði við að halda Laugardalsvelli leikfærum, eða sem nemur 125 milljónum króna í stað 190 milljóna, en leikið var á vellinum fram á vetur vegna landsleikja og Evrópuleikja karlaliðs Breiðabliks. Fjárhagsáætlun KSÍ má finna hér. Ársþing KSÍ verður haldið í Úlfarsárdal næstkomandi laugardag.
KSÍ UEFA FIFA Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30