Ólík upplifun pílukastara og framkvæmdastjóra af meintum flugdólgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 13:01 Um var að ræða flugvél Icelandair á leið heim frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, segir ungan flugþjón í vél Icelandair á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Íslands í gærkvöldi hafa sýnt aðdáunarverða stillingu gagnvart ógæfudreng í geðrofi í vélinni. Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira