Varist eftirlíkingar! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2024 14:31 Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Hælisleitendur Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar