Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu.
Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace.
Liðið er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur á síðustu vikum dregist niður í fallbaráttuna.
Samkvæmt frétt á heimasíðu Crystal Palace hefur Hodgson ákveðið að segja starfi sínu lausu og gefa félaginu tækifæri til að finna annan mann í hans stað.
Hodgson hefur stýrt Crystal Palace liðinu í 200 leikjum og á sex tímabilum.
Paddy McCarthy og Ray Lewington munu stýra liðinu á móti Everton á Goodison Park í kvöld.
„Þessi klúbbur er mér mjög kær og skiptir mig miklu máli,“ sagði Roy Hodgson í fréttatilkynningu Crystal Palace. Oliver Glasner, fyrrum stjóri þýska félagsins Eintracht Frankfurt, þykir líklegastur til að taka við starfinu.
Roy Hodgson has stepped down from his post as first-team manager.
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024
We thank Roy for his outstanding service, in which he managed 200 games across six seasons.