„Get bara sjálfum mér um kennt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2024 11:00 Það er væntanlega mjög erfitt að segja nei þegar að kallið kemur frá liði eins og Arsenal. Rúnar Alex stökk á tækifærið að ganga til liðs við félagið og þrátt fyrir lítinn spilatíma er um að ræða ákvörðun sem hann sér ekki eftir að hafa tekið. Vísir/Getty Þrátt fyrir fá tækifæri sér íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, ekki eftir þeirri ákvörðun sinni á sínum tíma að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“ Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“
Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira