Öll með: Umbylting örorkulífeyriskerfisins Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. febrúar 2024 06:01 Í lok síðustu viku birti ég drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið markar tímamót, en um er að ræða heildarendurskoðun á kerfinu. Breytingarnar fela í sér nýja hugsun, breiðari nálgun, og mestu umbyltingu á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi. Við þessa umbyltingu tökum við betur utan um fólk en áður. Markmiðið er skýrt: Að bæta kjör fólks, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og stuðla að meiri virkni, öryggi og vellíðan fólks. Þessar breytingar eru mikilvægar til að auka jöfnuð og búa til réttlátara samfélag þar sem við erum öll með, erum öll þátttakendur í samfélaginu. Samþætt sérfræðimat í stað núverandi örorkumats Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir því að taka upp samþætt sérfræðimat, sem er heildrænt mat á getu viðkomandi til virkni á vinnumarkaði. Matið byggir á alþjóðlegri hugmyndafræði frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni þar sem litið er til færni, fötlunar og heilsu. Með nýja matinu verður horft heildrænt á stöðu einstaklings en ekki einungis einblínt á læknisfræðilega þætti, heldur líka félagslega og sálræna. Matið getur leitt til þess að einstaklingur eigi rétt á örorkulífeyri eða hlutaörorkulífeyri, en hið síðarnefnda er nýmæli. Bætt afkoma fólks Mikilvægt markmið frumvarpsins er að bæta afkomu þeirra sem fá örorkulífeyri, sérstaklega þeirra sem einungis njóta greiðslna frá ríkinu eða hafa litlar aðrar tekjur umfram það. Örorkulífeyrir verður greiddur þeim sem metin eru með litla getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþætta sérfræðimatinu. Greiðsluflokkar í núverandi kerfi eru sameinaðir í nýjan örorkulífeyri (grunnlífeyri) sem hækkar miðað við þá greiðsluflokka sem eru við líði í dag. Að auki við þetta er lagt til að koma á almennu frítekjumarki upp á 100 þúsund krónur fyrir fólk á örorkulífeyri. Þetta þýðir að tekjur upp að 100 þúsund krónum koma ekki til lækkunar greiðslna frá ríkinu, sem nýtist mest þeim sem litlar aðrar tekjur hafa umfram greiðslur frá almannatryggingum. Þetta mun bæta afkomu fólks á örorkulífeyri frá því sem er í dag. Í mínum huga er síðan brýnt að halda áfram að bæta kjör þessa hóps. Aukin áhersla á endurhæfingu og samvinnu þjónustukerfa Í nýja kerfinu er aukin áhersla lögð á samfellda þjónustu í tengslum við endurhæfingu hjá fólki sem verður fyrir alvarlegum eða langvarandi heilsubresti og veldur brotthvarfi þess af vinnumarkaði. Ég vil draga úr líkum á því að fólk detti út af vinnumarkaði og fari á ótímabæra örorku með tilheyrandi tekjutapi til framtíðar. Í frumvarpsdrögunum er því lagt til að komið verði á fót sjúkra- og endurhæfingargreiðslum í stað endurhæfingarlífeyris og að þessar greiðslur nái til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja endurhæfingu. Núverandi endurhæfingarkerfi grípur ekki þetta fólk. Þannig er stoppað upp í göt í kerfinu sem hingað til hafa dregið úr afkomuöryggi fólks. Því munu breytingarnar styrkja verulega stöðu þeirra sem missa tímabundið starfsgetu sína á vinnumarkaði. Til að styðja enn frekar við endurhæfingu verður komið á lagaskyldu um samvinnu þeirra þjónustukerfa sem koma að endurhæfingu í dag, þ.m.t. heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingar og Vinnumálastofnunar. Slíkt samstarf eykur líkurnar á því að fólk fái rétta þjónustu á réttum tíma. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þjónustukerfanna um samstarf í lok síðustu viku. Mikilvægir hvatar til atvinnuþátttöku Krafa hefur verið uppi um árabil að dregið verði verulega úr lækkunum á greiðslum frá ríkinu til örorkulífeyrisþega sem stunda vinnu, sérlega hlutastörf. Hingað til hefur samspil greiðsluflokka verið flókið og erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvaða áhrif atvinna getur haft á greiðslur til þess. Í frumvarpsdrögunum er lögð til sú nýbreytni að greiða hlutaörorkulífeyri. Hann er fyrir fólk sem uppfyllir ekki skilyrði fyrir örorkulífeyri en er metið með ákveðna getu til virkni á vinnumarkaði. Hlutaörorkulífeyrisþegar geta því unnið hlutastörf og þannig aukið ráðstöfunartekjur sínar umtalsvert því þau eiga líka rétt á hlutaörorkulífeyrinum. Hlutaörorkulífeyririnn verður 75% af örorkulífeyri. Í dag lækka greiðslur til flestra einstaklinga frá ríkinu um leið og launatekjur koma inn, en í nýju kerfi verður samanlagt frítekjumark upp á 350 þúsund krónur fyrir hlutaörorkulífeyrisþega. Við höfum því snúið dæminu við með því að draga úr tekjutengingum, einfalda kerfið sjálft og með því að leggja til alvöru hvata til að fara út á vinnumarkað. Í nýju kerfi getur fólk því haft raunverulegan hag af því að vinna. Það er því auðvitað mikilvægt að nægt framboð verði af hlutastörfum sem henta fólki með mismikla starfsgetu. Það krefst viðhorfsbreytingar, en samhliða þessum lagabreytingum erum við að vinna að endurskoðun á stuðningskerfi vinnumarkaðarins við fólk með mismikla starfsgetu, þ.m.t. verkefni Vinnumálastofnunar eins og Atvinna með stuðningi. Þá eru ný samstarfsverkefni stofnunarinnar við VIRK og Samtök atvinnulífsins og fleiri verkefni sem stuðla að því að aðstoða fólk út á vinnumarkað, þ.m.t. í hlutastörf. Verði frumvarpið að lögum verður fólki því gert kleift að reyna fyrir sér á vinnumarkaði. En hvað ef fólk fær ekki hlutastarf? Við vitum öll að það getur verið erfitt að finna starfshlutfall við hæfi fyrir fólk sem er með mismikla starfsgetu. Þess vegna er afar mikilvægt að eitthvað grípi fólk á hlutaörorkulífeyri ef það fær ekki hlutastarf. Í frumvarpsdrögunum er tvennt sem tryggir þetta. Í fyrsta lagi getur fólk fengið þjónustu og aðstoð Vinnumálastofnunar í tvö ár við að finna vinnu og fá svokallaðan virknistyrk auk hlutaörorkunnar. Ef það ber ekki árangur þá getur fólk fengið endurskoðun á mati þess hvort það eigi rétt á örorkulífeyri. Nýtt kerfi býr því til hvata fyrir fólk sem kemst út á vinnumarkað en grípur líka þau sem ekki fá vinnu. Samráð hefur skilað mikilvægum áherslum Stærsta áhersla mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur verið sú að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir okkur öll. Mannréttindi fatlaðs fólks, bætt kjör og aukin tækifæri til mennta og atvinnu hafa verið og verða áfram helstu baráttumál mín. Í þessu samhengi langar mig að nefna gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks sem nú liggur fyrir Alþingi og samkomulag við sveitarfélögin um kostnaðarskiptingu vegna þjónustu við fatlað fólk. Við eigum öll að fá tækifæri til að blómstra í íslensku samfélagi. Þau frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir eru án efa stærsta hagsmunamál örorkulífeyrisþega sem fram hefur komið um árabil. Áherslur mínar endurspeglast í frumvarpinu en ég hef líka átt reglulegt samtal og samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks um fyrirhugaðar breytingar, m.a. með reglulegum samráðsfundum, með sérstökum kynningum og umræðufundum á fyrri stigum og samtali við margt fólk úr geiranum. Fjölmargar áherslur hagsmunasamtakanna hafa ratað inn í frumvarpsdrögin sem nú liggja fyrir, meðal annars hvað varðar göt í endurhæfingarkerfinu og nauðsyn þess að eitthvað grípi fólk á hlutaörorku fái það ekki vinnu. Undir þessar áherslur hef ég tekið og fyrir samráðið er ég afar þakklátur því það hefur sannarlega stuðlað að betri frumvarpsdrögum. Ég hlakka til að vinna málið áfram. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku birti ég drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið markar tímamót, en um er að ræða heildarendurskoðun á kerfinu. Breytingarnar fela í sér nýja hugsun, breiðari nálgun, og mestu umbyltingu á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi. Við þessa umbyltingu tökum við betur utan um fólk en áður. Markmiðið er skýrt: Að bæta kjör fólks, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og stuðla að meiri virkni, öryggi og vellíðan fólks. Þessar breytingar eru mikilvægar til að auka jöfnuð og búa til réttlátara samfélag þar sem við erum öll með, erum öll þátttakendur í samfélaginu. Samþætt sérfræðimat í stað núverandi örorkumats Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir því að taka upp samþætt sérfræðimat, sem er heildrænt mat á getu viðkomandi til virkni á vinnumarkaði. Matið byggir á alþjóðlegri hugmyndafræði frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni þar sem litið er til færni, fötlunar og heilsu. Með nýja matinu verður horft heildrænt á stöðu einstaklings en ekki einungis einblínt á læknisfræðilega þætti, heldur líka félagslega og sálræna. Matið getur leitt til þess að einstaklingur eigi rétt á örorkulífeyri eða hlutaörorkulífeyri, en hið síðarnefnda er nýmæli. Bætt afkoma fólks Mikilvægt markmið frumvarpsins er að bæta afkomu þeirra sem fá örorkulífeyri, sérstaklega þeirra sem einungis njóta greiðslna frá ríkinu eða hafa litlar aðrar tekjur umfram það. Örorkulífeyrir verður greiddur þeim sem metin eru með litla getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþætta sérfræðimatinu. Greiðsluflokkar í núverandi kerfi eru sameinaðir í nýjan örorkulífeyri (grunnlífeyri) sem hækkar miðað við þá greiðsluflokka sem eru við líði í dag. Að auki við þetta er lagt til að koma á almennu frítekjumarki upp á 100 þúsund krónur fyrir fólk á örorkulífeyri. Þetta þýðir að tekjur upp að 100 þúsund krónum koma ekki til lækkunar greiðslna frá ríkinu, sem nýtist mest þeim sem litlar aðrar tekjur hafa umfram greiðslur frá almannatryggingum. Þetta mun bæta afkomu fólks á örorkulífeyri frá því sem er í dag. Í mínum huga er síðan brýnt að halda áfram að bæta kjör þessa hóps. Aukin áhersla á endurhæfingu og samvinnu þjónustukerfa Í nýja kerfinu er aukin áhersla lögð á samfellda þjónustu í tengslum við endurhæfingu hjá fólki sem verður fyrir alvarlegum eða langvarandi heilsubresti og veldur brotthvarfi þess af vinnumarkaði. Ég vil draga úr líkum á því að fólk detti út af vinnumarkaði og fari á ótímabæra örorku með tilheyrandi tekjutapi til framtíðar. Í frumvarpsdrögunum er því lagt til að komið verði á fót sjúkra- og endurhæfingargreiðslum í stað endurhæfingarlífeyris og að þessar greiðslur nái til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja endurhæfingu. Núverandi endurhæfingarkerfi grípur ekki þetta fólk. Þannig er stoppað upp í göt í kerfinu sem hingað til hafa dregið úr afkomuöryggi fólks. Því munu breytingarnar styrkja verulega stöðu þeirra sem missa tímabundið starfsgetu sína á vinnumarkaði. Til að styðja enn frekar við endurhæfingu verður komið á lagaskyldu um samvinnu þeirra þjónustukerfa sem koma að endurhæfingu í dag, þ.m.t. heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingar og Vinnumálastofnunar. Slíkt samstarf eykur líkurnar á því að fólk fái rétta þjónustu á réttum tíma. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þjónustukerfanna um samstarf í lok síðustu viku. Mikilvægir hvatar til atvinnuþátttöku Krafa hefur verið uppi um árabil að dregið verði verulega úr lækkunum á greiðslum frá ríkinu til örorkulífeyrisþega sem stunda vinnu, sérlega hlutastörf. Hingað til hefur samspil greiðsluflokka verið flókið og erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvaða áhrif atvinna getur haft á greiðslur til þess. Í frumvarpsdrögunum er lögð til sú nýbreytni að greiða hlutaörorkulífeyri. Hann er fyrir fólk sem uppfyllir ekki skilyrði fyrir örorkulífeyri en er metið með ákveðna getu til virkni á vinnumarkaði. Hlutaörorkulífeyrisþegar geta því unnið hlutastörf og þannig aukið ráðstöfunartekjur sínar umtalsvert því þau eiga líka rétt á hlutaörorkulífeyrinum. Hlutaörorkulífeyririnn verður 75% af örorkulífeyri. Í dag lækka greiðslur til flestra einstaklinga frá ríkinu um leið og launatekjur koma inn, en í nýju kerfi verður samanlagt frítekjumark upp á 350 þúsund krónur fyrir hlutaörorkulífeyrisþega. Við höfum því snúið dæminu við með því að draga úr tekjutengingum, einfalda kerfið sjálft og með því að leggja til alvöru hvata til að fara út á vinnumarkað. Í nýju kerfi getur fólk því haft raunverulegan hag af því að vinna. Það er því auðvitað mikilvægt að nægt framboð verði af hlutastörfum sem henta fólki með mismikla starfsgetu. Það krefst viðhorfsbreytingar, en samhliða þessum lagabreytingum erum við að vinna að endurskoðun á stuðningskerfi vinnumarkaðarins við fólk með mismikla starfsgetu, þ.m.t. verkefni Vinnumálastofnunar eins og Atvinna með stuðningi. Þá eru ný samstarfsverkefni stofnunarinnar við VIRK og Samtök atvinnulífsins og fleiri verkefni sem stuðla að því að aðstoða fólk út á vinnumarkað, þ.m.t. í hlutastörf. Verði frumvarpið að lögum verður fólki því gert kleift að reyna fyrir sér á vinnumarkaði. En hvað ef fólk fær ekki hlutastarf? Við vitum öll að það getur verið erfitt að finna starfshlutfall við hæfi fyrir fólk sem er með mismikla starfsgetu. Þess vegna er afar mikilvægt að eitthvað grípi fólk á hlutaörorkulífeyri ef það fær ekki hlutastarf. Í frumvarpsdrögunum er tvennt sem tryggir þetta. Í fyrsta lagi getur fólk fengið þjónustu og aðstoð Vinnumálastofnunar í tvö ár við að finna vinnu og fá svokallaðan virknistyrk auk hlutaörorkunnar. Ef það ber ekki árangur þá getur fólk fengið endurskoðun á mati þess hvort það eigi rétt á örorkulífeyri. Nýtt kerfi býr því til hvata fyrir fólk sem kemst út á vinnumarkað en grípur líka þau sem ekki fá vinnu. Samráð hefur skilað mikilvægum áherslum Stærsta áhersla mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur verið sú að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir okkur öll. Mannréttindi fatlaðs fólks, bætt kjör og aukin tækifæri til mennta og atvinnu hafa verið og verða áfram helstu baráttumál mín. Í þessu samhengi langar mig að nefna gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks sem nú liggur fyrir Alþingi og samkomulag við sveitarfélögin um kostnaðarskiptingu vegna þjónustu við fatlað fólk. Við eigum öll að fá tækifæri til að blómstra í íslensku samfélagi. Þau frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir eru án efa stærsta hagsmunamál örorkulífeyrisþega sem fram hefur komið um árabil. Áherslur mínar endurspeglast í frumvarpinu en ég hef líka átt reglulegt samtal og samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks um fyrirhugaðar breytingar, m.a. með reglulegum samráðsfundum, með sérstökum kynningum og umræðufundum á fyrri stigum og samtali við margt fólk úr geiranum. Fjölmargar áherslur hagsmunasamtakanna hafa ratað inn í frumvarpsdrögin sem nú liggja fyrir, meðal annars hvað varðar göt í endurhæfingarkerfinu og nauðsyn þess að eitthvað grípi fólk á hlutaörorku fái það ekki vinnu. Undir þessar áherslur hef ég tekið og fyrir samráðið er ég afar þakklátur því það hefur sannarlega stuðlað að betri frumvarpsdrögum. Ég hlakka til að vinna málið áfram. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun