Vann Ísland tvisvar á síðasta ári og á nú að bjarga Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 08:30 Francesco Calzona fagnar hér sigri á íslenska landsliðinu og um leið sæti á EM í Þýskalandi. Getty/Christian Hofer Óhætt er að segja að þjálfarastóllinn hjá Napoli sé sá heitasti í dag. Ítölsku meistararnir ráku í gær sinn annan þjálfara á þessu tímabili og það aðeins tveimur dögum fyrir leik liðsins á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Napoli rak í gær Walter Mazzarri en hann hafði tekið við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að Rudi Garcia var rekinn. Garcia var heldur ekki lengi í starfinu því hann tók við um sumarið eftir að sá sem gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrravor, Luciano Spalletti, yfirgaf félagið. Napoli vann í fyrravetur sinn fyrsta meistaratitil síðan að Diego Maradona var leikmaður liðsins árið 1990. Liðið hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og er bara í níunda sæti í deildinni eins og stendur. BREAKING: Napoli are set to sack head coach Walter Mazzarri.It happens ahead of #UCL game vs Barcelona, as reported after he replaced Rudi Garcia in October. Slovakia head coach Francesco Calzona will replace Mazzarri with immediate effect, deal being finalised. pic.twitter.com/76XZg2vPU5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Undir stjórn Walter Mazzarri vann liðið aðeins sex af sautján leikjum sínum og sá síðasti var 1-1 jafnteflisleikur á heimavelli á móti Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina.Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var þá búinn að sjá nóg enda liðið aðeins búið að fagna einu sinni sigri í síðustu fimm leikjum. De Laurentiis var fljótur að finna eftirmann og það er Ítalinn Francesco Calzona. Calzona er reyndar í öðru starfi því hann er þjálfar slóvakíska landsliðsins. Slóvakar eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar en liðið varð í öðru sæti í riðli Íslands, á eftir Portúgal sem vann alla tíu leiki sína. Slóvakar skoruðu sautján mörk eða jafnmörg og íslenska landsliðið en þeir fengu tólf fleiri stig. Francesco Calzona has just signed his contract as new Napoli head coach until the end of the season.Calzona will remain in charge also as Slovakia national team head coach. Deal signed 48h before UCL clash vs Barça, as first training session will take place tomorrow. pic.twitter.com/RwSyZWYW79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Slóvakíska liðið vann báða leikina á móti Íslandi, fyrst 2-1 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og svo 4-2 sigur í Slóvakíu í nóvember en með þeim sigri tryggði liðið sér endanlega sæti á EM. Calzona er 55 ára gamall en hann gerði stuttan samning um að stýra Napoli liðinu út tímabilið. Calzona þekkir vel til hjá Napoli því hann var í starfsliði Spalletti áður en hann tók við þjálfun slóvakíska landsliðsins. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn verður á móti Barcelona annað kvöld sem er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Svo taka við deildarleikir við Cagliari, Sassuolo, Juventus og Torino áður en kemur að seinni leiknum á Spáni. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Napoli rak í gær Walter Mazzarri en hann hafði tekið við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að Rudi Garcia var rekinn. Garcia var heldur ekki lengi í starfinu því hann tók við um sumarið eftir að sá sem gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrravor, Luciano Spalletti, yfirgaf félagið. Napoli vann í fyrravetur sinn fyrsta meistaratitil síðan að Diego Maradona var leikmaður liðsins árið 1990. Liðið hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og er bara í níunda sæti í deildinni eins og stendur. BREAKING: Napoli are set to sack head coach Walter Mazzarri.It happens ahead of #UCL game vs Barcelona, as reported after he replaced Rudi Garcia in October. Slovakia head coach Francesco Calzona will replace Mazzarri with immediate effect, deal being finalised. pic.twitter.com/76XZg2vPU5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Undir stjórn Walter Mazzarri vann liðið aðeins sex af sautján leikjum sínum og sá síðasti var 1-1 jafnteflisleikur á heimavelli á móti Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina.Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var þá búinn að sjá nóg enda liðið aðeins búið að fagna einu sinni sigri í síðustu fimm leikjum. De Laurentiis var fljótur að finna eftirmann og það er Ítalinn Francesco Calzona. Calzona er reyndar í öðru starfi því hann er þjálfar slóvakíska landsliðsins. Slóvakar eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar en liðið varð í öðru sæti í riðli Íslands, á eftir Portúgal sem vann alla tíu leiki sína. Slóvakar skoruðu sautján mörk eða jafnmörg og íslenska landsliðið en þeir fengu tólf fleiri stig. Francesco Calzona has just signed his contract as new Napoli head coach until the end of the season.Calzona will remain in charge also as Slovakia national team head coach. Deal signed 48h before UCL clash vs Barça, as first training session will take place tomorrow. pic.twitter.com/RwSyZWYW79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Slóvakíska liðið vann báða leikina á móti Íslandi, fyrst 2-1 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og svo 4-2 sigur í Slóvakíu í nóvember en með þeim sigri tryggði liðið sér endanlega sæti á EM. Calzona er 55 ára gamall en hann gerði stuttan samning um að stýra Napoli liðinu út tímabilið. Calzona þekkir vel til hjá Napoli því hann var í starfsliði Spalletti áður en hann tók við þjálfun slóvakíska landsliðsins. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn verður á móti Barcelona annað kvöld sem er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Svo taka við deildarleikir við Cagliari, Sassuolo, Juventus og Torino áður en kemur að seinni leiknum á Spáni.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira