Samfylkingin hafi áður barist harðast gegn hertari innflytjendalöggjöf Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir verulega stefnubreytingu hafa átt sér stað í Samfylkingunni eftir að formaður flokksins viðraði skoðanir sínar á innflytjendamálum í síðustu viku. Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“ Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“
Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira