Núnez bara einu skoti frá stöngin-út metinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 13:32 Darwin Núñez fagnar marki sínu fyrir Liverpool á móti Brentford um síðustu helgi. Getty/ Gaspafotos Liverpool framherjinn Darwin Núnez skoraði frábært mark fyrir Liverpool um síðustu helgi og verður aftur í sviðsljósinu í kvöld. Það hefur þó ekki alltaf verið raunin að hann nýti dauðafærin sín. Ekki nóg með að Núnez hafi ekki hitt markið úr mörgum af þessum dauðafærum þá nálgast hann nú óðfluga metið yfir flest skot í stöngina og út. Það fylgir sögunni að farið var fyrst að taka þetta saman á 2009-10 tímabilinu. Núnez hefur alls átt níu skot í markstangirnar eða markslána á þessu tímabili og er nú aðeins einu skoti á eftir methafanum. Metið á Hollendingurinn Robin van Persie. Van Persie átti tíu skot í stöng eða slá á síðasta tímabili sínu með Arsenal veturinn 2011 til 2012. Hann varð engu að síður markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar með 30 mörk í 38 leikjum. Van Persie varð líka markakóngur árið eftir en þá sem leikmaður Manchester United. Þá átti hann „bara“ sjö stangarskot sem kemur honum samt sem áður inn á topp tíu á stöngin-út listanum frá því að farið var að taka þetta saman á 2009-10 tímabilinu. Núnez er þegar búinn að jafna metið hjá Liverpool en landi hans Luis Suárez átti líka níu skot í stöng eða slá á 2013-14 tímabilinu þegar Suárez var markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar með 31 mark í 33 leikjum. Það var hans síðasta tímabil á Anfield en hann gekk til liðs við Barcelona um sumarið. Darwin Núnez hefur skorað í tveimur deildarleikjum í röð og alls fimm mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Það hefur því gengið mun betur hjá honum fyrir framan markið í undanförnum leikjum en Úrúgvæinn skoraði ekki í átta deildarleikjum í röð frá byrjun nóvember þar til eftir jól. Liverpool mætir Luton á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þar er von á marki og kannski stangarskoti frá kappanum. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Ekki nóg með að Núnez hafi ekki hitt markið úr mörgum af þessum dauðafærum þá nálgast hann nú óðfluga metið yfir flest skot í stöngina og út. Það fylgir sögunni að farið var fyrst að taka þetta saman á 2009-10 tímabilinu. Núnez hefur alls átt níu skot í markstangirnar eða markslána á þessu tímabili og er nú aðeins einu skoti á eftir methafanum. Metið á Hollendingurinn Robin van Persie. Van Persie átti tíu skot í stöng eða slá á síðasta tímabili sínu með Arsenal veturinn 2011 til 2012. Hann varð engu að síður markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar með 30 mörk í 38 leikjum. Van Persie varð líka markakóngur árið eftir en þá sem leikmaður Manchester United. Þá átti hann „bara“ sjö stangarskot sem kemur honum samt sem áður inn á topp tíu á stöngin-út listanum frá því að farið var að taka þetta saman á 2009-10 tímabilinu. Núnez er þegar búinn að jafna metið hjá Liverpool en landi hans Luis Suárez átti líka níu skot í stöng eða slá á 2013-14 tímabilinu þegar Suárez var markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar með 31 mark í 33 leikjum. Það var hans síðasta tímabil á Anfield en hann gekk til liðs við Barcelona um sumarið. Darwin Núnez hefur skorað í tveimur deildarleikjum í röð og alls fimm mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Það hefur því gengið mun betur hjá honum fyrir framan markið í undanförnum leikjum en Úrúgvæinn skoraði ekki í átta deildarleikjum í röð frá byrjun nóvember þar til eftir jól. Liverpool mætir Luton á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þar er von á marki og kannski stangarskoti frá kappanum. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira