Þorbjörg, betur þekkt sem Tobba, hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum. Hún starfaði sem blaðamaður um árabil og á ferlinum hefur hún meðal annars ritstýrt DV og matarvef MBLis.
Hún starfaði einnig forstöðukona markaðssviðs Skjás eins í fimm ár og hefur gefið út nokkrar bækur. Nú síðast stofnaði hún og rak fyrirtækið Granólabarinn og er eigandi fyrirtækisins Náttúrulega gott.
Tobba útskrifaðist með BA í fjölmiðlafræði með áherslu á almannatengsl árið 2008 frá University of Derby. Árið 2018 lauk hún MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
Starfið var auglýst laust til umsóknar 11. janúar sl. Alls bárust 43 umsóknir um starfið. Tobba tekur við starfinu af Sylvíu Rut Sigfúsdóttur, fyrrverandi blaðamanni meðal annars á Vísi, sem færði sig yfir til Advania á dögunum eftir ár í ráðuneytinu.
Fjölmargir fyrrverandi blaða- og fréttamenn gegna starfi upplýsingafulltrúa hjá hinu opinbera í dag og víðar. Má þar nefna flest ráðuneytin, Reykjavíkurborg, fjölmörg sveitarfélög og mætti lengi telja.
Tobba var gestur Einkalífsins á Vísi árið 2020.