Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 10:56 Samskip vilja ekki una ákvörðun SKE. Vísir/Vilhelm Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013. Í fréttatilkynningu frá félögunum þremur segir að þar af hafi kostnaðarauki neytenda verið 26 milljarðar króna, sem rekja megi beint til hækkana gjaldskrár skipafélaganna umfram almennt verðlag. Lántakendur verðtryggðra lána hafi greitt um 17,4 milljarða aukalega vegna hækkunar vísitölu sem tilkomin væri vegna samráðsins, og það sé varlega áætlað. Analytica hafi unnið frummatið fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR. Samráðsbrotum skipafélaganna sé lýst ýtarlega í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa sem var birt í lok ágúst síðastliðins. Að mati Analytica hafi samráðið leitt til þess að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7 prósent umfram það sem gera hefði mátt ráð fyrir ef gjaldskrár skipafélaganna hefðu haldist óbreyttar að raungildi. Áætlað sé að kostnaðarauki fyrirtækja í útflutningi hafi numið um 12,7 milljörðum, viðskiptavina í flutningsmiðlun um 3,7 milljörðum og viðskiptavina í landflutningum um 1,9 milljörðum. Þessar tölur séu á verðlagi annars ársfjórðungs síðasta árs, um það leyti sem Samkeppniseftirlitið birti ákvörðun sína. Analytica Gjaldskrár hafi farið lækkandi annars staðar Í greiningu Analytica sé farið ýtarlega yfir einstaka matsþætti og forsendurnar að baki þeim. Analytica bendi á að gjaldskrár skipafélaga í nágrannalöndunum hafi farið lækkandi á þeim tíma, sem samráðið stóð yfir á árunum 2008-2013, en þá hafi þær hækkað verulega hjá Samskipum og Eimskip. Afkoma íslensku skipafélaganna hafi sömuleiðis verið mun betri en helstu erlendu skipafélaga á sama tíma. Mat Analytica sé frummat, byggt meðal annars á gögnum sem er að finna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa, en ýtarlegra mat á tjóni einstakra viðskiptavina eða hópa viðskiptavina geti átt eftir að fara fram, til dæmis vegna skaðabótamála á hendur skipafélögunum. Aðför að neytendum og dýrkeypt fyrirtækjum „Þetta er dýrkeypt og hrikaleg aðför að neytendum, sem ekki má endurtaka. Það væri mikill fælingarmáttur fólginn í að auðvelda neytendum að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota, til dæmis með innleiðingu tilskipunar 2014/104/ESB í íslensk lög eða að sett verði sambærileg lög. Þá þarf að skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna og gera þær að raunverulegum kosti í svona málum,“ er haft eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna. Þá er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar varpi ljósi á það hversu dýrkeypt samkeppnisbrot geti reynst íslensku atvinnulífi. Það sé mikilvægt að hafa skilvirkt samkeppniseftirlit, sem upplýsi slík brot, og sömuleiðis að afleiðingar samkeppnisbrota séu þess eðlis að þær fæli fyrirtæki frá slíku athæfi. „Það er þess vegna mikilvægt að fyrirtæki láti reyna á rétt sinn til skaðabóta af hálfu stóru skipafélaganna. Sum fyrirtæki hafa þegar stigið fyrstu skrefin í þeim efnum.“ Innlegg í kjaraviðræður „Skipafélögin sýndu launafólki og neytendum í landinu algert virðingarleysi með samráði sín á milli og nú sjáum við hvað það kostaði samfélagið. Þetta undirstrikar enn og aftur mikilvægi þess að efla Samkeppniseftirlitið sem gegnir lykilhlutverki við að verja hagsmuni almennings. Þetta er einnig mikilvægt innlegg í kjaraviðræðurnar - öflugt samkeppniseftirlit er ein forsenda þess að við semjum til réttlátrar framtíðar.“ er haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Enn fyrir áfrýjunarnefnd Líkt og fjallað hefur verið ítalega um hefur Eimskip þegar gengist við því að hafa framið samráð í félagi við Samskip. Samskip hafa hins vegar ákveðið að sætta sig ekki við sektarákvörðun Samkeppniseftirlitsins upp á 4,2 milljarða króna. Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip höfnuðu niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Málinu hefur verið skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og á meðan málið er fyrir nefndinni þarf félagið ekki að greiða sektina, þar sem nefndin féllst að hluta á körfu félagsins um að fresta réttaráhrifum. Skipafélögin tvö mega þó ekki eiga í viðskiptalegu sambandi á meðan á málsmeðferð stendur. Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá félögunum þremur segir að þar af hafi kostnaðarauki neytenda verið 26 milljarðar króna, sem rekja megi beint til hækkana gjaldskrár skipafélaganna umfram almennt verðlag. Lántakendur verðtryggðra lána hafi greitt um 17,4 milljarða aukalega vegna hækkunar vísitölu sem tilkomin væri vegna samráðsins, og það sé varlega áætlað. Analytica hafi unnið frummatið fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR. Samráðsbrotum skipafélaganna sé lýst ýtarlega í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa sem var birt í lok ágúst síðastliðins. Að mati Analytica hafi samráðið leitt til þess að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7 prósent umfram það sem gera hefði mátt ráð fyrir ef gjaldskrár skipafélaganna hefðu haldist óbreyttar að raungildi. Áætlað sé að kostnaðarauki fyrirtækja í útflutningi hafi numið um 12,7 milljörðum, viðskiptavina í flutningsmiðlun um 3,7 milljörðum og viðskiptavina í landflutningum um 1,9 milljörðum. Þessar tölur séu á verðlagi annars ársfjórðungs síðasta árs, um það leyti sem Samkeppniseftirlitið birti ákvörðun sína. Analytica Gjaldskrár hafi farið lækkandi annars staðar Í greiningu Analytica sé farið ýtarlega yfir einstaka matsþætti og forsendurnar að baki þeim. Analytica bendi á að gjaldskrár skipafélaga í nágrannalöndunum hafi farið lækkandi á þeim tíma, sem samráðið stóð yfir á árunum 2008-2013, en þá hafi þær hækkað verulega hjá Samskipum og Eimskip. Afkoma íslensku skipafélaganna hafi sömuleiðis verið mun betri en helstu erlendu skipafélaga á sama tíma. Mat Analytica sé frummat, byggt meðal annars á gögnum sem er að finna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa, en ýtarlegra mat á tjóni einstakra viðskiptavina eða hópa viðskiptavina geti átt eftir að fara fram, til dæmis vegna skaðabótamála á hendur skipafélögunum. Aðför að neytendum og dýrkeypt fyrirtækjum „Þetta er dýrkeypt og hrikaleg aðför að neytendum, sem ekki má endurtaka. Það væri mikill fælingarmáttur fólginn í að auðvelda neytendum að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota, til dæmis með innleiðingu tilskipunar 2014/104/ESB í íslensk lög eða að sett verði sambærileg lög. Þá þarf að skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna og gera þær að raunverulegum kosti í svona málum,“ er haft eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna. Þá er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar varpi ljósi á það hversu dýrkeypt samkeppnisbrot geti reynst íslensku atvinnulífi. Það sé mikilvægt að hafa skilvirkt samkeppniseftirlit, sem upplýsi slík brot, og sömuleiðis að afleiðingar samkeppnisbrota séu þess eðlis að þær fæli fyrirtæki frá slíku athæfi. „Það er þess vegna mikilvægt að fyrirtæki láti reyna á rétt sinn til skaðabóta af hálfu stóru skipafélaganna. Sum fyrirtæki hafa þegar stigið fyrstu skrefin í þeim efnum.“ Innlegg í kjaraviðræður „Skipafélögin sýndu launafólki og neytendum í landinu algert virðingarleysi með samráði sín á milli og nú sjáum við hvað það kostaði samfélagið. Þetta undirstrikar enn og aftur mikilvægi þess að efla Samkeppniseftirlitið sem gegnir lykilhlutverki við að verja hagsmuni almennings. Þetta er einnig mikilvægt innlegg í kjaraviðræðurnar - öflugt samkeppniseftirlit er ein forsenda þess að við semjum til réttlátrar framtíðar.“ er haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Enn fyrir áfrýjunarnefnd Líkt og fjallað hefur verið ítalega um hefur Eimskip þegar gengist við því að hafa framið samráð í félagi við Samskip. Samskip hafa hins vegar ákveðið að sætta sig ekki við sektarákvörðun Samkeppniseftirlitsins upp á 4,2 milljarða króna. Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip höfnuðu niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Málinu hefur verið skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og á meðan málið er fyrir nefndinni þarf félagið ekki að greiða sektina, þar sem nefndin féllst að hluta á körfu félagsins um að fresta réttaráhrifum. Skipafélögin tvö mega þó ekki eiga í viðskiptalegu sambandi á meðan á málsmeðferð stendur. Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira