Ratcliffe: „Ekki viss um að Sjeikinn sé til“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2024 12:01 Sir Jim Ratcliffe er staðráðinn í að koma Manchester United aftur á toppinn. getty/Martin Rickett Sir Jim Ratcliffe grínaðist með að hann væri ekki viss um að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani, sem keppti við hann um kaup á hlut í Manchester United, sé til í raun og veru. Í fyrradag voru kaup Ratcliffes á 27,7 prósent hluta í United staðfest. Félagið INEOS, sem er í eigu Ratcliffes, mun taka yfir allan fótboltatengdan rekstur United. Ratcliffe barðist við Sjeik Jassim um kaup í United. Lengi vel leit út fyrir að Sjeikinn myndi kaupa öll hlutabréf United af Glazer-fjölskyldunni. Ratcliffe skaut á Sjeikinn í viðtali eftir að kaup hans á rúmlega fjórðungshluta í United voru staðfest. „Enn hefur enginn séð hann. Glazerarnir hittu hann aldrei. Ég er ekki viss um að hann sé til,“ sagði Ratcliffe. Sjeikinn dró sig út úr kapphlaupinu um kaup á United í október síðastliðinn. Talið er að tilboð hans hafi hljóðað upp á fimm og hálfan milljarð punda. Í viðtalinu sagðist Ratcliffe vilja fella Manchester City og Liverpool af stalli sínum og koma United aftur í fremstu röð. Liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun þess vorið 2013. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe um samkeppnina við City og Liverpool. United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki. Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Í fyrradag voru kaup Ratcliffes á 27,7 prósent hluta í United staðfest. Félagið INEOS, sem er í eigu Ratcliffes, mun taka yfir allan fótboltatengdan rekstur United. Ratcliffe barðist við Sjeik Jassim um kaup í United. Lengi vel leit út fyrir að Sjeikinn myndi kaupa öll hlutabréf United af Glazer-fjölskyldunni. Ratcliffe skaut á Sjeikinn í viðtali eftir að kaup hans á rúmlega fjórðungshluta í United voru staðfest. „Enn hefur enginn séð hann. Glazerarnir hittu hann aldrei. Ég er ekki viss um að hann sé til,“ sagði Ratcliffe. Sjeikinn dró sig út úr kapphlaupinu um kaup á United í október síðastliðinn. Talið er að tilboð hans hafi hljóðað upp á fimm og hálfan milljarð punda. Í viðtalinu sagðist Ratcliffe vilja fella Manchester City og Liverpool af stalli sínum og koma United aftur í fremstu röð. Liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun þess vorið 2013. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe um samkeppnina við City og Liverpool. United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki.
Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Sjá meira