Hiti rís upp frá nýju hrauni og myndar bólstra í lofti Lovísa Arnardóttir skrifar 22. febrúar 2024 13:15 Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Ef litið er frá höfuðborgarsvæðinu í átt að Reykjanesinu má í dag sjá röð skúraskýja frá nýju hrauni við Sundhnúkagíga og út á sjó. „Þetta er hiti sem stígur upp frá hrauninu. Það er svo mikill óstöðugleiki í loftinu. Það eru skúrabólstrar, éljabólstrar, úti fyrir Reykjanesið og hafa verið í dag. Það stígur upp raki og þéttist í loftinu og myndar svona myndarlega bólstra,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og að vel hafi verið tekið eftir þessu á skrifstofu Veðurstofunnar á Bústaðavegi í dag. Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Hún segir að svona ský hafi oft myndast líka yfir hrauni í Geldingadölum í samskonar veðri. „Hraunið hitar loftið og það stígur upp og það þéttist rakinn í loftinu þegar það stígur upp.“ Á instagram-reikningi Veðuruglunnar sem haldið er úti af nokkrum náttúruvársérfræðingum á Veðurstofunni er fjallað um skýin en þar segir að þau kallist skúrasteðjar eða Cumuloninbus. Á vef Veðurstofunnar segir um skýin að skúraský séu mjög háreist ský sem geti náð frá lágskýjahæð upp til veðrahvarfa. View this post on Instagram A post shared by Helga Ugla (@veduruglan) „Risavaxnir bólstrar virðast oft vaxa upp í gegnum þau og efst hafa þau lögun sem líkist steðja. Úr þeim falla skúrir, snjóél eða haglél. Snarpur vindur fylgir oft úrkomunni og stundum þrumur og eldingar. Sjá einnig fróðleik um skúraský.“ Hægt er að kynna sér ólíkar gerðir skýja hér á vef Veðurstofunnar. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Sjá meira
„Þetta er hiti sem stígur upp frá hrauninu. Það er svo mikill óstöðugleiki í loftinu. Það eru skúrabólstrar, éljabólstrar, úti fyrir Reykjanesið og hafa verið í dag. Það stígur upp raki og þéttist í loftinu og myndar svona myndarlega bólstra,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og að vel hafi verið tekið eftir þessu á skrifstofu Veðurstofunnar á Bústaðavegi í dag. Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Hún segir að svona ský hafi oft myndast líka yfir hrauni í Geldingadölum í samskonar veðri. „Hraunið hitar loftið og það stígur upp og það þéttist rakinn í loftinu þegar það stígur upp.“ Á instagram-reikningi Veðuruglunnar sem haldið er úti af nokkrum náttúruvársérfræðingum á Veðurstofunni er fjallað um skýin en þar segir að þau kallist skúrasteðjar eða Cumuloninbus. Á vef Veðurstofunnar segir um skýin að skúraský séu mjög háreist ský sem geti náð frá lágskýjahæð upp til veðrahvarfa. View this post on Instagram A post shared by Helga Ugla (@veduruglan) „Risavaxnir bólstrar virðast oft vaxa upp í gegnum þau og efst hafa þau lögun sem líkist steðja. Úr þeim falla skúrir, snjóél eða haglél. Snarpur vindur fylgir oft úrkomunni og stundum þrumur og eldingar. Sjá einnig fróðleik um skúraský.“ Hægt er að kynna sér ólíkar gerðir skýja hér á vef Veðurstofunnar.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Sjá meira