Skýra hvað gervigreind megi nota: Hemmi Gunn í Áramótaskaupinu sýndi alþjóð möguleg áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 15:40 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Sigurjón Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvað gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins. Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví. Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví.
Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30