Gervigreind

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir.

Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan
Netverji sem var að rifja upp hverjir léku í frægri kvikmynd Michael Mann, Heat frá 1995, spurði leitarvélina Google hvort bandaríski stórleikarinn Marlon heitinn Brando hefði verið í glæstum leikarahóp myndarinnar. Svarið var á þá leið að Marlon Brando væri ekki á lóðaríi.

Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni
Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Stefs, segir tónlistarmönnum órótt yfir þeirri þróun sem á sér stað í tónlistargerð með tilkomu gervigreindar. Rannsóknir hafi sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.

Að apa eða skapa
Lýrufuglinn (e. lyrebird) er ein besta hermikráka náttúrunnar. Hann getur apað eftir nánast hvaða hljóði sem er, allt frá fuglasöng og hundagelti yfir í vélsög, myndavélasmelli og þjófavarnir.

Djöfullinn er í smáatriðunum
Það sem erfitt er að skilja fyrir flesta er hraðinn sem þróunin er á. Við höfum aldrei verið sérstaklega góð í að skilja stigvaxandi líkön eða veldisvöxt. Það sem hefur verið að gerast er að reiknigeta gervigreindarinnar hefur liðlega tífaldast á ári síðustu tíu árin. Það er ekki hundraðföldun eins og margir myndu kannski halda, heldur tíu í tíunda veldi eða tíu þúsund milljón sinnum hraðar en áður. Þetta er hröðun á tækni sem við höfum aldrei áður séð í mannkynssögunni.

Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli
Háskólinn á Akureyri hefur gert tveggja ára samning um aðgang að Scite sem mun veita rannsakendum og nemendum við skólann aðgang að rannsóknartóli með innbyggðum stuðningi við fræðslu og gervigreind.

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn.

Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind
Það hljómar kannski undarlega en mentorinn sem ég treysti er ekki manneskja. Hann heitir Isildur. Og hann er gervigreind.

Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar
Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins.

Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða
Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun.

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Í lok maí 2025 mun Meta hefja þjálfun gervigreindar með því að nýta færslur, myndir og athugasemdir frá notendum Facebook og Instagram í Evrópu. Notendur sem vilja ekki að gögn þeirra verði notuð þurfa að grípa til aðgerða.

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Nýlega var ég spurður beint út hvort greinar sem ég hef skrifað væru í raun skrifaðar af mér eða gervigreind. Ekki hvort ég hefði fengið aðstoð, heldur hvort ég hefði „bara notað gervigreind“ og birt textann sem minn eigin. Mér fannst spurningin óþægileg fyrst en síðar bæði skiljanleg og áhugaverð.

Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing
„Er hægt að spyrja hana að öllu?“ er spurning sem margir spyrja sig að þegar kemur að gervigreind. „Já, í raun og veru, þetta er eins og leitarvél á sterum”. Þetta segir Guðjón Már Guðjónsson, oftast kenndur við Oz, sem var gestur Bakarísins á Bylgjunni síðasta laugardag. Sjálfur notar Guðjón gervigreindina daglega og bæði í leik og starfi.

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Árið 2035 er gervigreind ekki lengur framtíðin – hún er kerfið sem við vinnum innan. Sumir fagna frelsinu frá einhæfum verkefnum; aðrir hafa misst vinnuna, tilgang og sjálfsmynd. Í þessari grein heimsækjum við 15 vinnustaði sem Gervigreindin hefur umbreytt að 10 árum liðnum og veltum fyrir okkur: Erum við tilbúin fyrir afleiðingarnar?

Stalín á ekki roð í algrímið
Gervigreind er að verða betri en við sjálf í að þekkja og hafa áhrif á okkur. Sem þýðir að í fyrsta skipti í sögunni geta utanaðkomandi aðilar vitað meira um tilfinningalíf okkar en við sjálf og notað þær upplýsingar gegn okkur, til að viðhalda þeim kerfum sem eru uppspretta auðs þeirra og valda.

Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum
„Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup.

Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta
Formaður Rithöfundarsambands Íslands segir verk íslenskra höfunda meðal þeirra sem Meta hlóð niður af sjóræningjasíðu til að þjálfa gervigreind sína. Sambandið sé nú að skoða næstu skref í samstarfi við evrópsk höfundasamtök

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Titill þessarar greinar er ekki valinn af tilviljun, með hraðri tækniþróun höfum við nú þegar snjalltæki á náttborðinu sem fylgjast með svefni, hjartslætti og súrefnismettun, eins og hjúkrunarfræðingur. Sama tækni er farin að veita heilsugreiningar og læknisráð á ferðinni, nánast eins og læknir sem býr í vasanum.

Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt
Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Netverjar keppast við að láta gervigreindina skapa myndir sem annar ekki eftirspurn.

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Sjáðu fyrir þér Reykjavík þar sem götur eru kyrrlátar og öruggar, lausar við umferðarþunga, þökk sé neðanjarðar göngum sem munu vernda mikilvæga innviði gegn erfiðum veðurskilyrðum, stýra sjálfvirkum hitakerfum, sorphirðu, vöruflutningum, raforku og samgöngum.

Fækkum kennurum um 90%
Gervigreind í íslensku skólakerfi: Skynsöm fjárfesting fyrir betra nám, hagkvæmari rekstur og samfélag framtíðarinnar.

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu.

Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu
Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna.

Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi?
Eistland hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að stafrænum lausnum og nýsköpun í menntakerfinu. Nýjasta frumkvæði þeirra, AI Leap 2025 (e. TI-Hüpe 2025), er metnaðarfullt átak sem miðar að því að innleiða markvissa notkun gervigreindar í menntakerfi landsins.

Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum
Guðmundur Björnsson aðjunkt við ferðamálafræði segir það vekja upp spurningar um íslenska grunnskólakerfið ef nemendur skilji ekki lykilhugtök eins og rök eða röksemdarfærslu. Guðmundur segir frá því í aðsendri grein að fimmtán ára ungmenni hafi fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð en ekki vitað hvað rök þýðir.

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Við stöndum á tímamótum. Gervigreind er ekki lengur fjarlæg framtíðartækni – hún er þegar orðin órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar. Hún mótar störfin okkar, samskipti, menntun, fjölmiðla og jafnvel lýðræði. Þrátt fyrir þetta ríkir enn mikil óvissa og víða ótti í samfélaginu. Sumir sjá ótal tækifæri, á meðan aðrir óttast hið óþekkta og spyrja sig: Hvert stefnum við?

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðingsíðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldiheimsfarinaðhorfameira á verndeiginhagsmuna. Heimsmyndin er breytt.

Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu
Ísland á stóra sviðinu er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður á í Silfurbergi í Hörpu milli 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi.


Sérfræðingur í gervigreind til KPMG
Gísli Ragnar Guðmundsson hefur gengið til liðs við ráðgjafarsvið KPMG í stafrænni ráðgjöf, með áherslu á gervigreind. Hann hefur starfað við tækniþróun og innleiðingu á stafrænum verkefnum síðan 2015, bæði hérlendis og erlendis.