„Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni“ Atli Arason skrifar 22. febrúar 2024 23:06 Craig Pedersen, þjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn í kvöld, enda enginn þörf á því. Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15