Segir Eið ef til vill þann fyrsta til að spila 8,5 stöðuna á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea á árunum 2000-06 og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu. getty/Ben Radford Eiður Smári Guðjohnsen gæti hafa rutt brautina fyrir leikmenn sem eru að spila „nýja“ stöðu í toppliðunum á Englandi. Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira