„Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 11:40 Jón Axel Guðmundsson í leiknum á móti Ungverjum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingurinn í íslenska landsliðinu hefur mátt upplifa sérstakan vetur. Hann er að spila sem atvinnumaður á Spáni en á meðan er heimabærinn hans rýmdur og hvert gosið á fætur öðru kemur upp við bæinn. Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík
Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira