Sóðaskapur varð starra að aldurtila Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Snævarr var réttur maður á réttum stað en þó ekki á réttum tíma þegar hann náði í starra í hremmingum úr grenitréi á Akureyri. Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn. „Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“ Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
„Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“
Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira