Máttu fjarlægja illa lyktandi hunda með saurugan feld af heimilinu Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 12:03 Hundarnir voru af tegundinni pomeranian. Myndin er úr safni. Getty Matvælastofnun var heimilt að fjarlægja tvo hunda af heimili eiganda síns í júlí á síðasta ári og ráðstafa þeim annað. Þetta er niðurstaða úrskurðar Matvælaráðuneytisins, en eigandinn lagði fram stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar. Matvælaráðuneytið segir ljóst að ákvörðun MAST hafi byggt á upplýsingum um óviðunandi meðferð á hundunum og aðbúnaði þeirra. Hún hafi líka byggt á skoðun dýralæknis og verið tekin í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, en það var hún sem tilkynnti MAST um aðbúnað hundanna. Lögregla fékk tilkynningu um að útidyrahurð á heimilinu væri galopin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Hundarnir tveir voru af tegundinni Pomerianian og fundust á umræddu heimili, húsi sem var mannlaust, þegar lögreglu bar að garði. Hundarnir voru einir og eftirlitslausir og að sögn lögreglu í slæmu ásigkomulagi. Í úrskurðinum segir að felldur hundanna hafi verið skítugur og hundaskítur um öll gólf hússins. Þá hafi þeir verið án vatns og smávegis af þurrmat hafi verið í einni skál í húsinu. Þá kom fram í skýrslu dýralæknis kemur að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra og klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu. Jafnframt hafi verið slæm reykinga- og vanhirðulykt af hundunum, sem voru með tannstein og tannholdsbólgu. Það var samdóma álit lögreglu og Matvælastofnunar að aðbúnaður og ástand hundanna væri óboðlegur. Og líkt og áður segir ákvað MAST að framkvæma vörslusviptingu, og hundarnir teknir í burtu. Eigandinn kærði ákvörðunina og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ástand og aðbúnaður hundana hafi verið líkt og lýst er að ofan til lengri tíma. Um hafi verið að ræða tilfallandi ástand. Að sögn eigandans fengu hundarnir fengið niðurgang eftir að hafa komist í roast beef samloku sem dóttir eigandans hafði verið að borða og af þeirri ástæðu hafi myndast skítakleprar í feldi þeirra. Eigandinn hafi ætlað að þrífa hundana en ekki verið búinn að því þegar lögreglu bar að garði. Þar að auki hafi hann ekki komist í það að klippa neglurnar á hundunum, en það hafi staðið til. Jafnframt vildi eigandinn meina að Matvælastofnun hafi ekki gætt meðalhófs og tekið umrædda ákvörðun, sem væri íþyngjandi, fljótfærnislega. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að gætt hafi verið að meðalhófi. Öll gögn málsins bendi til þess að úrbætur þoldu enga bið. Ráðuneytið staðfesti því að ákvörðun MAST hafi verið réttmæt. Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Matvælaráðuneytið segir ljóst að ákvörðun MAST hafi byggt á upplýsingum um óviðunandi meðferð á hundunum og aðbúnaði þeirra. Hún hafi líka byggt á skoðun dýralæknis og verið tekin í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, en það var hún sem tilkynnti MAST um aðbúnað hundanna. Lögregla fékk tilkynningu um að útidyrahurð á heimilinu væri galopin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Hundarnir tveir voru af tegundinni Pomerianian og fundust á umræddu heimili, húsi sem var mannlaust, þegar lögreglu bar að garði. Hundarnir voru einir og eftirlitslausir og að sögn lögreglu í slæmu ásigkomulagi. Í úrskurðinum segir að felldur hundanna hafi verið skítugur og hundaskítur um öll gólf hússins. Þá hafi þeir verið án vatns og smávegis af þurrmat hafi verið í einni skál í húsinu. Þá kom fram í skýrslu dýralæknis kemur að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra og klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu. Jafnframt hafi verið slæm reykinga- og vanhirðulykt af hundunum, sem voru með tannstein og tannholdsbólgu. Það var samdóma álit lögreglu og Matvælastofnunar að aðbúnaður og ástand hundanna væri óboðlegur. Og líkt og áður segir ákvað MAST að framkvæma vörslusviptingu, og hundarnir teknir í burtu. Eigandinn kærði ákvörðunina og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ástand og aðbúnaður hundana hafi verið líkt og lýst er að ofan til lengri tíma. Um hafi verið að ræða tilfallandi ástand. Að sögn eigandans fengu hundarnir fengið niðurgang eftir að hafa komist í roast beef samloku sem dóttir eigandans hafði verið að borða og af þeirri ástæðu hafi myndast skítakleprar í feldi þeirra. Eigandinn hafi ætlað að þrífa hundana en ekki verið búinn að því þegar lögreglu bar að garði. Þar að auki hafi hann ekki komist í það að klippa neglurnar á hundunum, en það hafi staðið til. Jafnframt vildi eigandinn meina að Matvælastofnun hafi ekki gætt meðalhófs og tekið umrædda ákvörðun, sem væri íþyngjandi, fljótfærnislega. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að gætt hafi verið að meðalhófi. Öll gögn málsins bendi til þess að úrbætur þoldu enga bið. Ráðuneytið staðfesti því að ákvörðun MAST hafi verið réttmæt.
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira