VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Oddur Ævar Gunnarsson og Jakob Bjarnar skrifa 23. febrúar 2024 15:51 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. „Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira