Wendy Williams með málstol og framheilabilun Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 18:24 Williams var lengi með sinn eigin spjallþátt þar sem hún vakti gjarnan athygli fyrir orkumikla og galsakennda framkomu. AP Wendy Williams, þáttastjórnandi, hefur greinst með málstol og framheilabilun. Greiningin er nákvæmlega sú sama og leikarin Bruce Willis hlaut árið 2022. Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans. Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans.
Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54