Telur sig geta náð betri samningi utan breiðfylkingarinnar Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 19:22 Ragnar Þór hefur trú á að VR geti náð góðum samningum utan breiðfylkingarinnar og ætlar að vera í bandi við fagfélögin. Vísir/Arnar Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu. Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira