Mikil uppbygging framundan í Fjarðabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2024 14:01 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands heimsótti meðal annars Fjarðabyggð 2023 og fékk að kynnast öllu því helsta, sem er að gerast í sveitarfélaginu. Aðsend Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins. Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira