Fatlaður drengur fannst illa haldinn fjarri heimili sínu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2024 11:58 Evelyn, John Miguel og Laishe dóttir hennar. Aðsend Móðir fatlaðs drengs sem skilaði sér ekki heim úr akstursþjónustu segir heppni að ekki fór verr. Sonur hennar fannst í Víkingsheimilinu um hálftíma eftir að hann fór úr leigubíl frá Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Bílstjórinn keyrir ekki lengur fyrir Pant. Á fimmtudaginn síðasta beið Evelyn í eldhúsglugganum eftir því að sonur hennar, John Miguel, kæmi heim. Sonur hennar er ellefu ára gamall og er fatlaður. Hann var á leið heim úr Klettaskóla og átti að vera ekið heim af bíl frá Pant akstursþjónustu. Þegar ekkert bólaði á syni hennar hringdi hún á lögregluna sem fékk þau skilaboð að hann hefði yfirgefið leigubílinn frá Pant um hálftíma áður. Stuttu seinna hringdi sími Evelyn. „Ég kom úr vinnunni og kom heim akkúrat þegar ég hélt að hann væri rétt ókominn. Stelpan mín, þrettán ára var komin líka, ég bað hana að kíkja og stóð í glugganum á meðan. Ég var búin að opna hurðina og ég var í eldhúsglugganum. Við vorum að fylgjast með,“ segir Evelyn og að þannig hefðu þær séð um leið ef að bílinn kæmi. Þegar ekkert gerðist sendi hún dóttir sína inn og beið eftir syni sínum. „Ég bíð og bíð og hann kemur ekki. Þá hringi ég í Pant og það svarar enginn. Þá hringi ég í skólann til að athuga hvernig bíl hann fór með og akkúrat fæ ég símtal með númeri sem ég þekki ekki, sem ég svara því ég hélt að það væri bílstjórinn.“ „Þegar ég svaraði þá var kona sem segir að hún væri með John í íþróttahúsi í Víkingsheimilinu. Og ég bara ha? Við eigum heima á Safamýri. En hún sagði já, en við fundum hann hér.“ John er ellefu ára gamall. Aðsend Evelyn segir að kona hafi ekki getað sagt henni hvernig John endaði þarna og að hún hafi brunað um leið til þeirra til að sækja hann. „John Miguel leyfði engum að hjálpa sér. Hann var með buxurnar á hælunum og var búin að pissa á sig og að kúka á sig. Hann var bara hræddur og örugglega skildi ekkert hvað gerðist,“ segir Evelyn sem fór beint heim með hann í bað. Hann hafi titrað af hræðslu og ekkert skilið í þeim aðstæðum sem hann hafi verið í. Málið litið alvarlegum augum Evelyn segir að hún hafi samdægurs fengið símtal frá framkvæmdastjóra Pant, Sturla Halldórssyni, sem hafi beðið hafa afsökunar og sagst ætla að ræða málið við bæði sína bílstjóra og Harald Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóra Hreyfils. Sturla segir í samtali við fréttastofu að málið sé litið alvarlegum augum. Haraldur Axel tekur undir það. „Málið er litið mjög alvarlegum augum og Hreyfill harmar að þetta atvik og munu verkferlar verða skoðaðir ásamt Pant eftir helg,“ segir Haraldur og að rætt hafi verið við bílstjórann strax í gær. Hann aki ekki lengur fyrir Pant. „Bílstjórinn sem keyrði drenginn fór ekki að fyrirmælum sem fylgdu með aksturspöntun en allar upplýsingar komu þar fram, hvert átti að sækja drenginn og áfangastaður. Viðkomandi bílstjóri hefur verið tekinn úr þjónustu fyrir Pant og mun ekki koma að þeirri þjónustu oftar,“ segir Haraldur. Evelyn segist ekki binda miklar vonir við þau samtöl því samskonar aðstæður hafi komið upp árið 2022. Þá hafi nágranni hennar fundið John og komið honum heim. Þá hafi Pant sagst ætla að fara yfir verkferla en það hafi ekki skilað meiru en að þetta hafi gerst aftur núna. „Það þarf að sýna virðingu, það þarf að taka ábyrgð á sinni vinnu. Ef þú ákveður að keyra fyrir fatlað fólk, að keyra fyrir fatlað barn sem þú þarft að sækja á Klettaskóla eða frístund eða elliheimili eða eitthvað slíkt þar sem fólk getur ekki tekið strætó, þá verður fólk að taka ábyrgð á þessari stöðu. Ekki bara hugsa ekki neitt og henda barni út á bílaplanið.“ Heppin að ekki fór verr Evelyn segir gott að ekki fór betur. Miklabraut sé rétt hjá þar sem John var skilinn eftir og það bara heppni að hann skyldi ekki ráfa þangað. „Ef hann hefði gengið fyrir aftan frístund væri hann kominn að Miklubraut. Ég get ekki ómyndað mér hvað myndi gerast. Hann veit ekki hvað er hættulegt eða ekki. Ef hann hefði labbað yfir Miklubraut eða Safamýri þá væri ég bara að fara að jarða barnið mitt núna. Hann er bara ellefu ára og er rétt að byrja lífið.“ Evelyn segir útilokað að hún noti þjónustuna á meðan ekkert sé gert en vonar að fyrirtækið bregðist við og lagi verklag sitt. Leigubíll sótti John Miguel í skólann og átti að fara með hann beint heim. Hann fannst svo í íþróttahúsi Víkings. Vísir/Vilhelm „Ég er búin að afbóka þessir ferðir og ég fór bara sjálf að keyra barnið mitt í skólann í gær og sjálf að sækja hann, og ég ætla að gera það áfram. Ef þau gera ekki neitt er fullt af fólki sem misstir traust á þessari þjónustu. Út af þessum mistökum og þegar svona gerist,“ segir Evelyn og að áríðandi sé að eitthvað sé gert. „Það verður að gera eitthvað. Þau verða að sitja saman og hugsa og gera eitthvað. Þau verða að tryggja að starfsfólkið, fólkið sem er að koma nálægt svona fólk sem getur ekki tjáð sig, geri eitthvað, sinni vinnunni sinni og sýni virðingu við fólk sem getur ekkert gert sjálft. Ég vona að barnið mitt og börn fjölskyldna sem eru búin að lenda í því sama og við líði betur í dag og vona að eitthvað verði gert. Fólkið sem átti að vinna í þessu ferli á að stoppa og gera eitthvað. Ekki bara skrifa eitthvað niður og hringja eitt símtal. Það þarf að passa að einhver taki ábyrgð.“ Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt. Framkvæmdastjóri Hreyfils talaði við bílstjórann í gær sem ekki lengur ekur fyrir fyrirtækið. Uppfært þann 24.2.2024 klukkan 13:33. Málefni fatlaðs fólks Ferðaþjónusta fatlaðra Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir Akstursþjónusta fatlaðs fólks verður Pant akstur Breytingar verða brátt gerðar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem hefur verið undir merkjum Strætó undanfarin ár. Frá og með 1. júlí verður þjónustan aðskilin starfsemi Strætó og verður undir nýju nafni, útliti og skipulagi. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Á fimmtudaginn síðasta beið Evelyn í eldhúsglugganum eftir því að sonur hennar, John Miguel, kæmi heim. Sonur hennar er ellefu ára gamall og er fatlaður. Hann var á leið heim úr Klettaskóla og átti að vera ekið heim af bíl frá Pant akstursþjónustu. Þegar ekkert bólaði á syni hennar hringdi hún á lögregluna sem fékk þau skilaboð að hann hefði yfirgefið leigubílinn frá Pant um hálftíma áður. Stuttu seinna hringdi sími Evelyn. „Ég kom úr vinnunni og kom heim akkúrat þegar ég hélt að hann væri rétt ókominn. Stelpan mín, þrettán ára var komin líka, ég bað hana að kíkja og stóð í glugganum á meðan. Ég var búin að opna hurðina og ég var í eldhúsglugganum. Við vorum að fylgjast með,“ segir Evelyn og að þannig hefðu þær séð um leið ef að bílinn kæmi. Þegar ekkert gerðist sendi hún dóttir sína inn og beið eftir syni sínum. „Ég bíð og bíð og hann kemur ekki. Þá hringi ég í Pant og það svarar enginn. Þá hringi ég í skólann til að athuga hvernig bíl hann fór með og akkúrat fæ ég símtal með númeri sem ég þekki ekki, sem ég svara því ég hélt að það væri bílstjórinn.“ „Þegar ég svaraði þá var kona sem segir að hún væri með John í íþróttahúsi í Víkingsheimilinu. Og ég bara ha? Við eigum heima á Safamýri. En hún sagði já, en við fundum hann hér.“ John er ellefu ára gamall. Aðsend Evelyn segir að kona hafi ekki getað sagt henni hvernig John endaði þarna og að hún hafi brunað um leið til þeirra til að sækja hann. „John Miguel leyfði engum að hjálpa sér. Hann var með buxurnar á hælunum og var búin að pissa á sig og að kúka á sig. Hann var bara hræddur og örugglega skildi ekkert hvað gerðist,“ segir Evelyn sem fór beint heim með hann í bað. Hann hafi titrað af hræðslu og ekkert skilið í þeim aðstæðum sem hann hafi verið í. Málið litið alvarlegum augum Evelyn segir að hún hafi samdægurs fengið símtal frá framkvæmdastjóra Pant, Sturla Halldórssyni, sem hafi beðið hafa afsökunar og sagst ætla að ræða málið við bæði sína bílstjóra og Harald Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóra Hreyfils. Sturla segir í samtali við fréttastofu að málið sé litið alvarlegum augum. Haraldur Axel tekur undir það. „Málið er litið mjög alvarlegum augum og Hreyfill harmar að þetta atvik og munu verkferlar verða skoðaðir ásamt Pant eftir helg,“ segir Haraldur og að rætt hafi verið við bílstjórann strax í gær. Hann aki ekki lengur fyrir Pant. „Bílstjórinn sem keyrði drenginn fór ekki að fyrirmælum sem fylgdu með aksturspöntun en allar upplýsingar komu þar fram, hvert átti að sækja drenginn og áfangastaður. Viðkomandi bílstjóri hefur verið tekinn úr þjónustu fyrir Pant og mun ekki koma að þeirri þjónustu oftar,“ segir Haraldur. Evelyn segist ekki binda miklar vonir við þau samtöl því samskonar aðstæður hafi komið upp árið 2022. Þá hafi nágranni hennar fundið John og komið honum heim. Þá hafi Pant sagst ætla að fara yfir verkferla en það hafi ekki skilað meiru en að þetta hafi gerst aftur núna. „Það þarf að sýna virðingu, það þarf að taka ábyrgð á sinni vinnu. Ef þú ákveður að keyra fyrir fatlað fólk, að keyra fyrir fatlað barn sem þú þarft að sækja á Klettaskóla eða frístund eða elliheimili eða eitthvað slíkt þar sem fólk getur ekki tekið strætó, þá verður fólk að taka ábyrgð á þessari stöðu. Ekki bara hugsa ekki neitt og henda barni út á bílaplanið.“ Heppin að ekki fór verr Evelyn segir gott að ekki fór betur. Miklabraut sé rétt hjá þar sem John var skilinn eftir og það bara heppni að hann skyldi ekki ráfa þangað. „Ef hann hefði gengið fyrir aftan frístund væri hann kominn að Miklubraut. Ég get ekki ómyndað mér hvað myndi gerast. Hann veit ekki hvað er hættulegt eða ekki. Ef hann hefði labbað yfir Miklubraut eða Safamýri þá væri ég bara að fara að jarða barnið mitt núna. Hann er bara ellefu ára og er rétt að byrja lífið.“ Evelyn segir útilokað að hún noti þjónustuna á meðan ekkert sé gert en vonar að fyrirtækið bregðist við og lagi verklag sitt. Leigubíll sótti John Miguel í skólann og átti að fara með hann beint heim. Hann fannst svo í íþróttahúsi Víkings. Vísir/Vilhelm „Ég er búin að afbóka þessir ferðir og ég fór bara sjálf að keyra barnið mitt í skólann í gær og sjálf að sækja hann, og ég ætla að gera það áfram. Ef þau gera ekki neitt er fullt af fólki sem misstir traust á þessari þjónustu. Út af þessum mistökum og þegar svona gerist,“ segir Evelyn og að áríðandi sé að eitthvað sé gert. „Það verður að gera eitthvað. Þau verða að sitja saman og hugsa og gera eitthvað. Þau verða að tryggja að starfsfólkið, fólkið sem er að koma nálægt svona fólk sem getur ekki tjáð sig, geri eitthvað, sinni vinnunni sinni og sýni virðingu við fólk sem getur ekkert gert sjálft. Ég vona að barnið mitt og börn fjölskyldna sem eru búin að lenda í því sama og við líði betur í dag og vona að eitthvað verði gert. Fólkið sem átti að vinna í þessu ferli á að stoppa og gera eitthvað. Ekki bara skrifa eitthvað niður og hringja eitt símtal. Það þarf að passa að einhver taki ábyrgð.“ Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt. Framkvæmdastjóri Hreyfils talaði við bílstjórann í gær sem ekki lengur ekur fyrir fyrirtækið. Uppfært þann 24.2.2024 klukkan 13:33.
Málefni fatlaðs fólks Ferðaþjónusta fatlaðra Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir Akstursþjónusta fatlaðs fólks verður Pant akstur Breytingar verða brátt gerðar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem hefur verið undir merkjum Strætó undanfarin ár. Frá og með 1. júlí verður þjónustan aðskilin starfsemi Strætó og verður undir nýju nafni, útliti og skipulagi. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Akstursþjónusta fatlaðs fólks verður Pant akstur Breytingar verða brátt gerðar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem hefur verið undir merkjum Strætó undanfarin ár. Frá og með 1. júlí verður þjónustan aðskilin starfsemi Strætó og verður undir nýju nafni, útliti og skipulagi. 26. júní 2020 11:37