Markaveisla á Villa Park og Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 17:03 Douglas Luiz fagnar öðru marki sínu ásamt liðsfélögum. Catherine Ivill/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann öruggan sigur, líkt og Crystal Palace, á meðan Brighton rétt bjargaði stigi gegn Everton. Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30