Handbolti

FH jók for­ystu sína á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhannes Berg var markahæstur í liði FH í dag.
Jóhannes Berg var markahæstur í liði FH í dag. Vísir/Diego

FH vann sjö marka útisigur á HK í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur í Kópavogi 27-34.

Topplið FH heimsótti HK í dag og fór á endanum með öruggan sigur af hólmi. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en mikið var skorað í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum 16-18.

Sóknarleikur heimaliðsins gekk ekki jafn smurt í síðari hálfleik svo hægt og bítandi sýndi toppliðið gæðin sem það býr yfir. Munurinn var kominn upp í sex mörk þegar tíu mínútur lifðu leiks og endaði í sjö mörkum, 27-34 lokatölur.

Jóhannes Berg Andrason var markahæstur hjá FH með 9 mörk. Þar á eftir kom Símon Michael Guðjónsson með 5 mörk. Hjá HK skoruðu Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson báðir 7 mörk.

Að loknum 16 leikjum er FH með 29 stig á toppi Olís-deildarinnar, þremur meira en Valur sem situr í 2. sæti. HK er í 10. sæti með 9 stig eða aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×