Víkingur og KA skildu jöfn, ÍA skoraði sex og Þór lagði HK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 20:35 Sveinn Margeir liggur hér í leik gegn Víkingum en hann skoraði jöfnunarmarkið í dag. Vísir/Hulda Margrét Fjöldinn allur af leikjum fór fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Íslands- og bikarmeistarar Víkinga gerðu 1-1 jafntefli við KA á meðan ÍA vann Dalvík/Reyni 6-0. A-deild, riðill 4 Víkingur tók á móti KA í Víkinni í dag. Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir á 18. mínútu og reyndist það eina mark leiksins þangað til í uppbótartíma. Þá fengu gestirnir vítaspyrnu sem Sveinn Margeir Hauksson skoraði úr. Þessi lið eru í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins. Það sama á við um ÍA og Dalvík/Reyni sem mættust í Akraneshöllinni. Þar unnu heimamenn gríðarlega þægilegan sigur. Ingi Þór Sigurðsson og Hinrik Harðarson skoruðu báðir tvívegis á meðan þeir Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson skoruðu sitthvort markið. KA er á toppi riðilsins með 7 stig eftir að hafa spilað fjóra leiki. ÍA kemur þar á eftir með 6 stig og leik til góða á toppliðið. Víkingur er í 4. sæti með fimm stig eftir þrjá leiki en Dalvík/Reynir rekur lestina án stiga. A-deild, riðill 3 HK tók á móti Þór Akureyri í riðli 3 í A-deild. Þar reyndust gestirnir sterkari þrátt fyrir að spila í Lengjudeildinni á komandi leiktíð á meðan HK leikur í Bestu deildinni. Þór skoraði sitthvort markið í sitthvorum hálfleiknum og vann 2-0 sigur. Ingimar Arnar Kristjánsson með það fyrra og Aron Ingi Magnússon það seinna. A-deild, riðill 1 Í riðli 1 vann Grindavík 1-0 sigur á Vestra. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson með markið. Sigurliðið í dag er á toppi riðilsins með 9 stig eftir fjóra leiki. Vestri er með eitt stig eftir þrjá leiki. A-deild, riðill 2 Í riðli 2 vann ÍR 1-0 útisigur á Fylki. Bragi Þór Bjarkason með markið þar. Þá vann Þróttur Reykjavík 2-1 sigur á ÍBV. Sverrir Páll Hjaltested kom ÍBV yfir en Tómas Bent Magnússon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þannig metin. Það var svo Eiríkur Þorsteinsson Blöndal sem tryggði Þrótti sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. ÍR er í 2. sæti með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þróttur er með 6 stig eftir jafn marga leiki á meðan Fylkir er með 3 stig eftir fjóra leiki og ÍBV er án stiga eftir að hafa spilað þrjá leiki. Fótbolti Lengjubikar karla Víkingur Reykjavík KA ÍA Þór Akureyri HK Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
A-deild, riðill 4 Víkingur tók á móti KA í Víkinni í dag. Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir á 18. mínútu og reyndist það eina mark leiksins þangað til í uppbótartíma. Þá fengu gestirnir vítaspyrnu sem Sveinn Margeir Hauksson skoraði úr. Þessi lið eru í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins. Það sama á við um ÍA og Dalvík/Reyni sem mættust í Akraneshöllinni. Þar unnu heimamenn gríðarlega þægilegan sigur. Ingi Þór Sigurðsson og Hinrik Harðarson skoruðu báðir tvívegis á meðan þeir Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson skoruðu sitthvort markið. KA er á toppi riðilsins með 7 stig eftir að hafa spilað fjóra leiki. ÍA kemur þar á eftir með 6 stig og leik til góða á toppliðið. Víkingur er í 4. sæti með fimm stig eftir þrjá leiki en Dalvík/Reynir rekur lestina án stiga. A-deild, riðill 3 HK tók á móti Þór Akureyri í riðli 3 í A-deild. Þar reyndust gestirnir sterkari þrátt fyrir að spila í Lengjudeildinni á komandi leiktíð á meðan HK leikur í Bestu deildinni. Þór skoraði sitthvort markið í sitthvorum hálfleiknum og vann 2-0 sigur. Ingimar Arnar Kristjánsson með það fyrra og Aron Ingi Magnússon það seinna. A-deild, riðill 1 Í riðli 1 vann Grindavík 1-0 sigur á Vestra. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson með markið. Sigurliðið í dag er á toppi riðilsins með 9 stig eftir fjóra leiki. Vestri er með eitt stig eftir þrjá leiki. A-deild, riðill 2 Í riðli 2 vann ÍR 1-0 útisigur á Fylki. Bragi Þór Bjarkason með markið þar. Þá vann Þróttur Reykjavík 2-1 sigur á ÍBV. Sverrir Páll Hjaltested kom ÍBV yfir en Tómas Bent Magnússon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þannig metin. Það var svo Eiríkur Þorsteinsson Blöndal sem tryggði Þrótti sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. ÍR er í 2. sæti með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þróttur er með 6 stig eftir jafn marga leiki á meðan Fylkir er með 3 stig eftir fjóra leiki og ÍBV er án stiga eftir að hafa spilað þrjá leiki.
Fótbolti Lengjubikar karla Víkingur Reykjavík KA ÍA Þór Akureyri HK Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira