Bardagakvöldið í Mexíkó var sett upp af UFC samtökunum til að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri, en það voru áhorfendur sem stálu sviðsljósinu.
Á myndskeiðum hér fyrir neðan má sjá þegar slagsmálin brutust út meðal tveggja hópa áhorfenda, öryggisgæsla var hvergi sjáanleg.
😳 It’s kicking OFF at #UFCMexico 🇲🇽 pic.twitter.com/Kqwm11B9HE
— Mikey Thomas (@MikeyThomas1991) February 25, 2024
Best angle of the brawl in the stands #UFCMéxico pic.twitter.com/lMBYsXynU7
— Carlos Contreras Legaspi 🦁 (@CCLegaspi) February 25, 2024
Forseti UFC, Dana White, sagði þetta með því ótrúlegra sem hann hafi orðið vitni að í sinni stjórnartíð.
„Það sturlaða er að slagsmálin héldu endalaust áfram. Ég dreif mig af stað og horfði á – það kom enginn að stöðva þetta. Ég beið eftir að sjá öryggisgæsluna en þeir biðu bara eftir að allt róaðist“ sagði Dana White við blaðamenn í lok kvölds.
Þetta er í sjötta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Mexíkó en fyrsta sinn sem bardagar eiga sér stað utan hringsins.
Dana White on the fight in the crowd:
— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) February 25, 2024
No security. The fight just went on until the fight was over. I've never seen any shit like that in my life. #UFCMexico #UFC pic.twitter.com/Q8BIAK8eaJ
„Ég held að þetta hafi ekkert litið illa út fyrir UFC. Þetta gerðist bara og þannig er það. Ég held að fólk sem sjái þetta sé ekki að fara að reyna þetta sjálft, ég hef sjálfur aldrei séð svona rugl á ævinni.“
Eins og áður segir var bardagakvöldið hluti af áformum UFC að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri. UFC hefur einnig opnað skóla, æfinga- og lyftingaaðstöðu fyrir upprennandi bardagakappa þar í landi.