„Sjally Pally“ heppnaðist vonum framar: „Við erum bara rétt að byrja!“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 18:30 Verðlaunaafhending að móti loknu. Dilyan Kolev frá Pílufélagi Vopnafjarðar stóð uppi sem sigurvegari í karlaflokki. vísir / bjarni freyr Stærsta pílumót í sögu Akureyrar fór fram um helgina og heppnaðist vonum framar. 160 keppendur voru skráðir til leiks og aðgöngumiðar á úrslitakvöldið seldust upp svipstundis. Dilyan Kolev vann karlaflokkinn eftir sigur í úrslitum gegn Matthíasi Friðrikssyni og Brynja Herborg hreppti hnossið í kvennaflokki eftir sigur í úrslitum gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þröstur Þór Sigurðsson tók Forsetabikarinn. Mikil spenna ríkti fyrir mótinu sem mótshaldarar kölluðu Sjally Pally, tilvísun í vinsælasta pílumót heims, heimsmeistaramótið í Alexandria Palace í Bretlandi, sem gjarnan er kallað Ally Pally. Keppt var um allt hús á fyrra keppniskvöldinu á föstudag en á laugardagskvöldi tóku 270 áhorfendur sér sæti við borð í aðalsalnum og fylgdust með útsláttarkeppninni sem fór fram á sviðinu. Gríðarleg stemning á fyrsta keppniskvöldijónatan friðriksson / kaffid.is Salurinn borðlagur á laugardagskvöldipíludeild þórs Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarsson, eigandi Sjallans, greindu frá því að selst hafi upp á mótið á tæpum 40 mínútum. Þá sagði Davíð gífurlegan uppgang í pílunni á Íslandi, píluæðið sé í hámarki og þeir hafi gripið tækifærið til að gera eitthvað stórt. Mikil ánægja var með mótið meðal allra sem að því komu, stefnt er að því að halda enn stærra og betra mót á næsta ári og Sjally Pally gæti vel fest sig í sessi sem árlegur íþróttaviðburður á Akureyri. „Sami staður, stærra partý, fleiri ljós, fleiri myndavélar, fleiri og stærri skjáir, sami kynnir. Við ætlum að toppa #SJALLYPALLY24. Skráning hefst í janúar 2025 og mótið verður í febrúar 2025 setjið í calendar! Við erum bara rétt að byrja!“ skrifaði Píludeild Þórs á Facebook-síðu sinni. Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitumvísir / bjarni freyr Matthías Örn Friðriksson, einn fremsti pílukastari landsins, var meðal keppenda og komst alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir Dilyan Kolev. Matthías heldur einnig úti pílusíðunni Live Darts Iceland sem sýndi beint frá öllu kvöldinu á Sjallanum. Mikill metnaður var í útsendingunni en alls voru fjórar myndavélar nýttar í streymið og sýnt var frá öllum sjónarhornum. Pílukast Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Dilyan Kolev vann karlaflokkinn eftir sigur í úrslitum gegn Matthíasi Friðrikssyni og Brynja Herborg hreppti hnossið í kvennaflokki eftir sigur í úrslitum gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þröstur Þór Sigurðsson tók Forsetabikarinn. Mikil spenna ríkti fyrir mótinu sem mótshaldarar kölluðu Sjally Pally, tilvísun í vinsælasta pílumót heims, heimsmeistaramótið í Alexandria Palace í Bretlandi, sem gjarnan er kallað Ally Pally. Keppt var um allt hús á fyrra keppniskvöldinu á föstudag en á laugardagskvöldi tóku 270 áhorfendur sér sæti við borð í aðalsalnum og fylgdust með útsláttarkeppninni sem fór fram á sviðinu. Gríðarleg stemning á fyrsta keppniskvöldijónatan friðriksson / kaffid.is Salurinn borðlagur á laugardagskvöldipíludeild þórs Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarsson, eigandi Sjallans, greindu frá því að selst hafi upp á mótið á tæpum 40 mínútum. Þá sagði Davíð gífurlegan uppgang í pílunni á Íslandi, píluæðið sé í hámarki og þeir hafi gripið tækifærið til að gera eitthvað stórt. Mikil ánægja var með mótið meðal allra sem að því komu, stefnt er að því að halda enn stærra og betra mót á næsta ári og Sjally Pally gæti vel fest sig í sessi sem árlegur íþróttaviðburður á Akureyri. „Sami staður, stærra partý, fleiri ljós, fleiri myndavélar, fleiri og stærri skjáir, sami kynnir. Við ætlum að toppa #SJALLYPALLY24. Skráning hefst í janúar 2025 og mótið verður í febrúar 2025 setjið í calendar! Við erum bara rétt að byrja!“ skrifaði Píludeild Þórs á Facebook-síðu sinni. Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitumvísir / bjarni freyr Matthías Örn Friðriksson, einn fremsti pílukastari landsins, var meðal keppenda og komst alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir Dilyan Kolev. Matthías heldur einnig úti pílusíðunni Live Darts Iceland sem sýndi beint frá öllu kvöldinu á Sjallanum. Mikill metnaður var í útsendingunni en alls voru fjórar myndavélar nýttar í streymið og sýnt var frá öllum sjónarhornum.
Pílukast Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð