Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að gos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara.
Þá fjöllum við um yfirstandandi kjaraviðræður sem vonir eru bundnar um að niðurstaða fáist í upp úr miðri þessari viku.
Að auki verður rætt við þjóðfræðing um tengdamæður, en hann hefur unnið greiningu á ástæðum þess að þær hafi verið skotspónn gárunga í gegnum tíðina.
Í íþróttapakka dagsins verður sviðsljósinu helst beint að landsleik kvennaliðs Íslands gegn Serbíu sem fram fer í Kópavogi á morgun.