Sænski landsliðsmaðurinn Viktor Claesson hóf leikinn í fremstu línu hjá FCK og hann braut ísinn á 30. mínútu eftir undirbúning Elias Achouri. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 í hálfleik.
Pause i Parken
— F.C. København (@FCKobenhavn) February 26, 2024
1-0
Viktor Claesson#fcklive #sldk #fckfcn pic.twitter.com/JlIRJgpWJV
Achouri tvöfaldaði forystuna eftir tæpa klukkustund og reyndist það síðasta mark leiksins, lokatölur 2-0 meisturunum í vil.
Með sigrinum fer FCK upp í 2. sæti deildarinnar með 39 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagarí Midtjylland eru í 3. sæti, einnig með 39 stig, en lakari markatölu en FCK. Bröndby tróna hins vegar enn á toppnum með 40 stig.