Hafa fengið ábendingar um Pétur Jökul Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2024 12:02 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grímur sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að eftirlýsingin var gefin út að lögreglan hér á landi vissi ekki hvar í heiminum Pétur Jökull gæti verið niðurkominn. Nú segir hann of djúpt í árinni tekið að segja það en að ekkert nýtt sé að frétta varðandi mögulega komu Péturs Jökuls til landsins. Lögreglunni hafi borist ábendingar um það hvar Pétur Jökull sé. Grímur segist ekkert getað gefið upp um það hvort lögregla hafi haft samband við Pétur Jökul. Loks segir Grímur ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hafi þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu þegar það var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir sögðu sína þætti þó veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er. Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grímur sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að eftirlýsingin var gefin út að lögreglan hér á landi vissi ekki hvar í heiminum Pétur Jökull gæti verið niðurkominn. Nú segir hann of djúpt í árinni tekið að segja það en að ekkert nýtt sé að frétta varðandi mögulega komu Péturs Jökuls til landsins. Lögreglunni hafi borist ábendingar um það hvar Pétur Jökull sé. Grímur segist ekkert getað gefið upp um það hvort lögregla hafi haft samband við Pétur Jökul. Loks segir Grímur ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hafi þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu þegar það var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir sögðu sína þætti þó veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er.
Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44