Annar heimsfaraldur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 13:01 Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði að þessu tilefni starfshóp í samvinnu við matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loflagsráðherra um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Fyrir þessum hópi var fyrrum sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason. Hópurinn skilaði af sér fyrr í þessum mánuði. Flestir kannast við frásögur af því þegar sýklalyf fóru að gagnast mannkyninu það er upp úr 1940, fyrir þann tíma voru berklar, blóðeitrun, lungnabólgur og fleiri sjúkdómar virkilega ógn við líf og heilsu. Það var því bylting þegar sýklalyfin voru uppgötvuð og nýtt í baráttunni við áður lífsógnandi sjúkdóma. Á síðust árum hafa sérfræðingar verið að vara við vaxandi sýklalyfjaónæmi og það er enn vaxandi og er orðið verulegt heilbrigðisvandamál. Aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum takmarka meðferðarúrræði. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á aðstæður eins og þær voru áður en sýklalyfin voru fundin upp. Hvað getum við gert? Starfshópurinn skilaði af sér fjögurra ára aðgerðaráætlun sem inniheldur sex meginaðgerðir sem samanstanda að því að bæta þekkingu á sýklalyfjaónæmi, auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum. Markmið fylgir hverri aðgerð og verkefni. Því fyrr því betra er að ráðist verði af alvöru í þetta verkefni, því betra er að byrgja brunninn og svo framvegis. Þá kemur það einnig fram í skýrslu hópsins að fæðuöryggi mun enn fremur minnka þar sem sýklalyfjaónæmi hefur einnig áhrif á dýraheilbrigði og þar með matvælaframleiðslu. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér á landi er með því minnsta sem þekkist í heiminum og hefur það verið staðfesti í eftirliti evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun sýklalyfja í landbúnaði. Sérstaða íslenskrar matvælaframleiðslu Það er ekki ofsagt að íslensk matvælaframleiðsla eigi sér sérstöðu á heimsvísu. Undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða og hafa þeir brýnt fyrir okkur að verja þessa einstöku sérstöðu sem við búum við hér á landi. Á grunni sérstöðunnar á Ísland að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Við þurfum nú og framvegis að styrkja þann grunn sem íslensk matvælaframleiðsla byggir á en ýmsar ógnir steðja að. Það er því miður staðreynd að innflutningur á nautakjöti jókst um 48% á sl. ári og á kjöti í heild um 17%. Á sama tíma og kjötframleiðsla innanlands var svipuð og árinu á undan og sala í kinda- og nautakjöti dróst saman um 2%. Raunin er sú að innflutt kjötvara er nú byrjuð að taka yfir markaðinn og er orðin að stærri hluta af sölunni í heild. Við þurfum að spyrja okkur, er þetta í takti við tillögur sem áhyggjufullur stýrihópur um aðgerðir til varna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería bendir á? Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði að þessu tilefni starfshóp í samvinnu við matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loflagsráðherra um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Fyrir þessum hópi var fyrrum sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason. Hópurinn skilaði af sér fyrr í þessum mánuði. Flestir kannast við frásögur af því þegar sýklalyf fóru að gagnast mannkyninu það er upp úr 1940, fyrir þann tíma voru berklar, blóðeitrun, lungnabólgur og fleiri sjúkdómar virkilega ógn við líf og heilsu. Það var því bylting þegar sýklalyfin voru uppgötvuð og nýtt í baráttunni við áður lífsógnandi sjúkdóma. Á síðust árum hafa sérfræðingar verið að vara við vaxandi sýklalyfjaónæmi og það er enn vaxandi og er orðið verulegt heilbrigðisvandamál. Aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum takmarka meðferðarúrræði. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á aðstæður eins og þær voru áður en sýklalyfin voru fundin upp. Hvað getum við gert? Starfshópurinn skilaði af sér fjögurra ára aðgerðaráætlun sem inniheldur sex meginaðgerðir sem samanstanda að því að bæta þekkingu á sýklalyfjaónæmi, auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum. Markmið fylgir hverri aðgerð og verkefni. Því fyrr því betra er að ráðist verði af alvöru í þetta verkefni, því betra er að byrgja brunninn og svo framvegis. Þá kemur það einnig fram í skýrslu hópsins að fæðuöryggi mun enn fremur minnka þar sem sýklalyfjaónæmi hefur einnig áhrif á dýraheilbrigði og þar með matvælaframleiðslu. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér á landi er með því minnsta sem þekkist í heiminum og hefur það verið staðfesti í eftirliti evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun sýklalyfja í landbúnaði. Sérstaða íslenskrar matvælaframleiðslu Það er ekki ofsagt að íslensk matvælaframleiðsla eigi sér sérstöðu á heimsvísu. Undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða og hafa þeir brýnt fyrir okkur að verja þessa einstöku sérstöðu sem við búum við hér á landi. Á grunni sérstöðunnar á Ísland að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Við þurfum nú og framvegis að styrkja þann grunn sem íslensk matvælaframleiðsla byggir á en ýmsar ógnir steðja að. Það er því miður staðreynd að innflutningur á nautakjöti jókst um 48% á sl. ári og á kjöti í heild um 17%. Á sama tíma og kjötframleiðsla innanlands var svipuð og árinu á undan og sala í kinda- og nautakjöti dróst saman um 2%. Raunin er sú að innflutt kjötvara er nú byrjuð að taka yfir markaðinn og er orðin að stærri hluta af sölunni í heild. Við þurfum að spyrja okkur, er þetta í takti við tillögur sem áhyggjufullur stýrihópur um aðgerðir til varna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería bendir á? Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun