Óttast um mörgæsir vegna banvænnar fuglaflensu Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 23:35 Mörgæsir þykja ekki góðar í tveggja metra reglunni. Getty/Sebnem Coskun Banvænt afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Suðurskautinu í fyrsta sinn. Vísindamenn óttast um mörgæsir og önnur dýr sem finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Vísindamenn staðfestu um helgina að afbrigði fuglaflensu sem kallast H5N1 fannst í hræjum tveggja fugla en þetta afbrigði hefur valdið dauða gífurlegra margra fugla víða um heim á undanförnum árum, bæði villt dýr og alifugla. Fuglaflensan hefur nú teygt anga sinna til allra heimsálfa heimsins, að Ástralíu undanskilinni. Flensan hefur einnig greinst í spendýrum, eins og selum og öðrum dýrum sem koma saman í fjörum, samkvæmt frétt Washington Post. Mörgæsir gætu verið sérstaklega viðkvæmar gagnvart fuglaflensu, þar sem veiran hefur aldrei greinst á Suðurskautinu áður. Þess vegna er ólíklegt að þær beri nokkurs konar mótefni. Þá halda hundruð þúsunda mörgæsa til í stórum nýlendum og í miklu návígi við aðrar. Þá ógnar hækkandi sjávarhiti fyrir sunnan og tilheyrandi samdráttur á hafís þegar tilvist mörgæsa. Varað hefur verið við því að mörgæsir standi mögulega frammi fyrir útrýmingu vegna veðurfarsbreytinga. Í frétt Reuters segir að vísindamenn frá Argentínu og Spáni hafi unnið saman að því að greina sýni úr áðurnefndum hræjum fugla sem fundust á Suðurskautinu, fyrr á þessu ári. Það var í kjölfar þess að sagt var frá því í lok síðasta mánaðar að dauðar mörgæsir hefðu fundist, sem talið var að hefðu drepist vegna fuglaflensu. Suðurskautslandið Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vísindamenn staðfestu um helgina að afbrigði fuglaflensu sem kallast H5N1 fannst í hræjum tveggja fugla en þetta afbrigði hefur valdið dauða gífurlegra margra fugla víða um heim á undanförnum árum, bæði villt dýr og alifugla. Fuglaflensan hefur nú teygt anga sinna til allra heimsálfa heimsins, að Ástralíu undanskilinni. Flensan hefur einnig greinst í spendýrum, eins og selum og öðrum dýrum sem koma saman í fjörum, samkvæmt frétt Washington Post. Mörgæsir gætu verið sérstaklega viðkvæmar gagnvart fuglaflensu, þar sem veiran hefur aldrei greinst á Suðurskautinu áður. Þess vegna er ólíklegt að þær beri nokkurs konar mótefni. Þá halda hundruð þúsunda mörgæsa til í stórum nýlendum og í miklu návígi við aðrar. Þá ógnar hækkandi sjávarhiti fyrir sunnan og tilheyrandi samdráttur á hafís þegar tilvist mörgæsa. Varað hefur verið við því að mörgæsir standi mögulega frammi fyrir útrýmingu vegna veðurfarsbreytinga. Í frétt Reuters segir að vísindamenn frá Argentínu og Spáni hafi unnið saman að því að greina sýni úr áðurnefndum hræjum fugla sem fundust á Suðurskautinu, fyrr á þessu ári. Það var í kjölfar þess að sagt var frá því í lok síðasta mánaðar að dauðar mörgæsir hefðu fundist, sem talið var að hefðu drepist vegna fuglaflensu.
Suðurskautslandið Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira