Fimm marka Haaland varar hin liðin við: Við erum tilbúnir til að sækja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 13:31 Erling Haaland og Jeremy Doku benda báðir á Kevin De Bruyne eftir enn eina stoðsendingu hans á Haaland í gærkvöldi. AP/Alastair Grant Erling Haaland minnti heldur betur á sig í gærkvöldi þegar hann skoraði fimmu í 6-2 bikarsigri Manchester City á Luton Town. Hann segist vera að ná aftur sínu besta formi eftir meiðslin. Haaland var bara með þrjú mörk í fyrstu sjö leikjum sínum eftir að hann sneri til baka eftir meiðsli. Það þykir ekki mikið á þeim bænum. Hann missti af meira en mánuði vegna meiðslanna og hefur fengið sinn skammt af gagnrýni fyrir frammistöðuna í sumum leikjum. Mótherjar Manchester City geta farið að svitna eftir að hafa séð Norðmanninn upp á sitt besta í gærkvöldi. Haaland varð í gær sá fyrsti til að skora fimm mörk í bikarleik síðan að George Best skoraði sex mörk fyrir Manchester United í sigri á Northampton Town árið 1970. „Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Erling Haaland við ITV eftir leikinn. ESPN segir frá. „Loksins líður mér vel. Þetta er yndisleg tilfinning. Þetta er að koma hjá mér og við erum að koma. Spennandi tímar fram undan. Við erum tilbúnir til að sækja,“ sagði Haaland. Þetta er önnur fimma Haaland fyrir City því hann skoraði einnig fimm mörk fyrir liðið á móti RB Leipzig í Meistaradeildinni í fyrra. Haaland hefur nú skorað 79 mörk í 83 leikjum fyrir félagið. Kevin De Bruyne átti stoðsendinguna á hann í fjórum fyrstu mörkunum. „Það er unaðslegt að spila með honum. Ég held að við vitum báðir hvað við viljum frá hvorum öðrum. Við horfum bara á hvorn annan og allt smellur,“ sagði Haaland. Erling Haaland was on FIRE in the #EmiratesFACup fifth round pic.twitter.com/ZFaLiSZRs3— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Haaland var bara með þrjú mörk í fyrstu sjö leikjum sínum eftir að hann sneri til baka eftir meiðsli. Það þykir ekki mikið á þeim bænum. Hann missti af meira en mánuði vegna meiðslanna og hefur fengið sinn skammt af gagnrýni fyrir frammistöðuna í sumum leikjum. Mótherjar Manchester City geta farið að svitna eftir að hafa séð Norðmanninn upp á sitt besta í gærkvöldi. Haaland varð í gær sá fyrsti til að skora fimm mörk í bikarleik síðan að George Best skoraði sex mörk fyrir Manchester United í sigri á Northampton Town árið 1970. „Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Erling Haaland við ITV eftir leikinn. ESPN segir frá. „Loksins líður mér vel. Þetta er yndisleg tilfinning. Þetta er að koma hjá mér og við erum að koma. Spennandi tímar fram undan. Við erum tilbúnir til að sækja,“ sagði Haaland. Þetta er önnur fimma Haaland fyrir City því hann skoraði einnig fimm mörk fyrir liðið á móti RB Leipzig í Meistaradeildinni í fyrra. Haaland hefur nú skorað 79 mörk í 83 leikjum fyrir félagið. Kevin De Bruyne átti stoðsendinguna á hann í fjórum fyrstu mörkunum. „Það er unaðslegt að spila með honum. Ég held að við vitum báðir hvað við viljum frá hvorum öðrum. Við horfum bara á hvorn annan og allt smellur,“ sagði Haaland. Erling Haaland was on FIRE in the #EmiratesFACup fifth round pic.twitter.com/ZFaLiSZRs3— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira