Pochettino: Ekki í mínum höndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 14:00 Mauricio Pochettino ræðir við leikmenn sína í klefanum á Wembley. Getty/Darren Walsh Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var enn á ný spurður út í framtíð sína hjá félaginu á blaðamannafundi fyrir bikarleik liðsins í kvöld. Chelsea tapaði úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn og Pochettino á enn eftir að vinna titil í enska fótboltanum. Chelsea er líka aðeins í ellefta sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að fjárfesta rosalega í leikmönnum síðustu misseri. Allur þessi peningur í nýja leikmenn en lítill sem enginn árangur inn á vellinum. Chelsea mætir Leeds í bikarnum í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn var Pochettino spurður af því hversu mikinn tíma hann hefði til að snúa hlutunum við á Stamford Bridge. „Þetta er ekki í mínum höndum. Það er mjög gott samband milli mín og eigendanna sem og við íþróttastjórann. Það er undir þeim komið hvort þeir vilja treysta ferlinu,“ sagði Mauricio Pochettino. BBC segir frá. „Þegar við töpum þá snýst alltaf umræðan um peningana en eigendurnir vilja búa til eitthvað öðruvísi. Þetta er bara byrjunin á verkefninu. Þess vegna er ekki hægt að líkja þessu saman við fortíðina. Samt er þetta alltaf Chelsea og milljarðurinn og það er erfitt að berjast á móti þeirri umræðu,“ sagði Pochettino. „Það segir enginn eitthvað neikvætt um Liverpool eða City. Þá er það bara að þú vinnur þegar þú vinnur og tapar þegar þú tapar. Þetta er allt öðruvísi með Chelsea vegna allrar pressunnar út af þessum einum milljarði punda sem félagið eyddi í leikmannahópinn. Að mínu mati er það ósanngjarnt en ég sætti mig við ólíka skoðun á því,“ sagði Pochettino. Pochettino talaði við eigendurna eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Við sögðum frá okkar sýn á leikinn og möguleika okkar á að vinna þarna bikar. Við spiluðum vel í níutíu mínútur,“ sagði Pochettino. "Gary, I have a very good relationship with him. Sometimes it can be unfair in my opinion and in that case I think it is unfair."Mauricio Pochettino responds to Gary Neville's "blue billion-pound bottlejobs" comment pic.twitter.com/z2DhQAH2xi— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Chelsea tapaði úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn og Pochettino á enn eftir að vinna titil í enska fótboltanum. Chelsea er líka aðeins í ellefta sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að fjárfesta rosalega í leikmönnum síðustu misseri. Allur þessi peningur í nýja leikmenn en lítill sem enginn árangur inn á vellinum. Chelsea mætir Leeds í bikarnum í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn var Pochettino spurður af því hversu mikinn tíma hann hefði til að snúa hlutunum við á Stamford Bridge. „Þetta er ekki í mínum höndum. Það er mjög gott samband milli mín og eigendanna sem og við íþróttastjórann. Það er undir þeim komið hvort þeir vilja treysta ferlinu,“ sagði Mauricio Pochettino. BBC segir frá. „Þegar við töpum þá snýst alltaf umræðan um peningana en eigendurnir vilja búa til eitthvað öðruvísi. Þetta er bara byrjunin á verkefninu. Þess vegna er ekki hægt að líkja þessu saman við fortíðina. Samt er þetta alltaf Chelsea og milljarðurinn og það er erfitt að berjast á móti þeirri umræðu,“ sagði Pochettino. „Það segir enginn eitthvað neikvætt um Liverpool eða City. Þá er það bara að þú vinnur þegar þú vinnur og tapar þegar þú tapar. Þetta er allt öðruvísi með Chelsea vegna allrar pressunnar út af þessum einum milljarði punda sem félagið eyddi í leikmannahópinn. Að mínu mati er það ósanngjarnt en ég sætti mig við ólíka skoðun á því,“ sagði Pochettino. Pochettino talaði við eigendurna eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Við sögðum frá okkar sýn á leikinn og möguleika okkar á að vinna þarna bikar. Við spiluðum vel í níutíu mínútur,“ sagði Pochettino. "Gary, I have a very good relationship with him. Sometimes it can be unfair in my opinion and in that case I think it is unfair."Mauricio Pochettino responds to Gary Neville's "blue billion-pound bottlejobs" comment pic.twitter.com/z2DhQAH2xi— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira