Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 08:00 Albert Guðmundsson spilaði síðast fyrir Ísland í júní á síðasta ári, í naumu tapi gegn Portúgal. vísir/Hulda Margrét Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira