Sér fram á verkfallsboðun Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. febrúar 2024 19:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sér fram á verkfall hjá ræstingafólki. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun. „Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira