Ljóst er að ríkjandi meistararnir í Manchester City munu taka á móti Newcastle. Auk þeirra tveggja hafa Coventry og Leicester tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum.
Leikir Chelsea gegn Leeds, Wolves gegn Brighton, Man Utd. gegn Nottingham Forest og Liverpool gegn Southampton fara svo allir fram í kvöld.
Fari svo að bæði Manchester United og Liverpool vinni sína leiki munu þau mætast í 8-liða úrslitum.
Wolves/Brighton - Coventry City
Nottingham Forest / Manchester United - Liverpool / Southampton
Chelsea / Leeds - Leicester
Manchester City - Newcastle Utd.
Leikirnir munu allir fara fram helgina 16.-17. mars næstkomandi.